27. maí 2025

Ný viðbót við Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð - 16 nýjar aðgerðir

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð hefur verið uppfærður með útgáfu IV. hluta: Markmið og aðgerðaráætlun – Viðbætur.
Í þessari útgáfu eru kynntar 16 nýjar aðgerðir sem styðja við markmið verkefnisins Byggjum grænni framtíð um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla hringrásarhugsun í mannvirkjagerð.

Viðbæturnar eru afrakstur endurmats sem fór fram árið 2024-2025 í samstarfi við hagaðila þar sem lagt var til að bæta við nýjum aðgerðum til að styrkja og efla áframhaldandi framgang verkefnisins. Með þessari viðbót teljast nú alls 90 aðgerðir hluti af Vegvísinum. 

Nýju aðgerðirnar byggja áfram á markmiðum og forsendum sem lagðar voru í I., II. og III. hluta Vegvísisins og taka á lykilþáttum eins og:

  • Lífsferilsgreiningum og líftíma byggingarvara
  • Endurnýtingu efna og losunarlausum framkvæmdasvæðum
  • Notkun endurnýjanlegrar orku í mannvirkjum
  • Líffræðileg fjölbreytni og hönnun fyrir loftslagsaðlögun
  • Fræðslu, hvötum og vottunum

Útgáfan endurspeglar áframhaldandi skuldbindingu stjórnvalda og atvinnulífs við að byggja sjálfbæra framtíð með mælanlegum aðgerðum og breiðri þátttöku.

 

Hér má nálgast allar viðbætur.

Hér má sjá uppfærða aðgerðaáætlun.

Öll útgáfa Vegvísisins, þar á meðal nýja viðbótin, er aðgengileg á vefsíðu verkefnisins. Bgf.is.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS