16. maí 2025

Leiguverð að jafnaði lægra í ótímabundnum leigusamningum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Tæplega 1.250 nýir leigusamningar tóku gildi í apríl
  • Um 60 prósent gildra leigusamninga eru tímabundnir
  • Leiguverð í ótímabundnum leigusamningum er að meðaltali 8 prósent lægra en í tímabundnum samningum

Alls tóku 1.253 nýir leigusamningar gildi í apríl á sama tíma og 915 samningar féllu úr gildi. Gildum samningum í leiguskrá fjölgaði þannig um 338 milli mánaða. Um 70 prósent nýskráðra leigusamninga vörðuðu íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, 17 prósent vörðuðu íbúðir sem staðsettar eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og 13 prósent vörðuðu íbúðir annars staðar á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í upplýsingum sem HMS hefur unnið upp úr leiguskrá um miðjan maímánuð.

Tíma­bundn­ir leigu­samn­ing­ar al­geng­ari en ótíma­bundn­ir

Leigusamninga má flokka eftir því hvort þeir séu tímabundnir eða ótímabundnir. Tímabundnir leigusamningar hafa fyrirfram skilgreindan lokadag en ótímabundnir samningar falla ekki úr gildi nema annað hvort leigutaki eða leigusali óski eftir uppsögn samningsins.

Algengara er að gerðir séu tímabundnir leigusamningar heldur en ótímabundnir, en samkvæmt upplýsingum úr Leiguskrá í aprílmánuði voru um 3 af hverjum 5 gildum leigusamningum tímabundnir.

 

Leigu­verð er lægra í ótíma­bundn­um samn­ing­um

Leiguverð í ótímabundnum samningum er almennt lægra en í tímabundnum samningum, hvort sem litið er til heildarverðs eða fermetraverðs. Heildarleiguverð var að meðaltali 8 prósent hærra og fermetraverð að jafnaði 16 prósent hærra í tímabundnum leigusamningum samanborið við ótímabundna leigusamninga í nýliðnum  aprílmánuði. Verðmunurinn hefur farið vaxandi frá upphafi árs 2024 þegar munaði 4 prósentum á heildarverði og 12 prósentum á fermetraverði.

Á mynd hér að neðan má sjá meðalleiguverð í gildum leigusamningum í apríl eftir tegundum leigusala. Upplýsingarnar eru aðgengilegar í leiguverðsjá HMS.

Þegar litið er til leiguverðs eftir tegund leigusala er ljóst að meðalleiguverð er lægra í ótímabundum samningum þegar leigusali er einstaklingur, hagnaðardrifið leigufélag eða sveitarfélag. Hlutfallslegur munur á heildarverði er mestur í samningum um íbúðir á vegum einstaklinga (14 prósent) en minnstur í samningum um íbúðir á vegum sveitarfélaga (5 prósent).

Aftur á móti er heildarverð í ótímabundnum samningum að meðaltali um 24 prósent hærra en í tímabundnum samningum þegar leigusali er óhagnaðardrifið leigufélag. Þetta skýrist einna helst af útleigu óhagnaðardrifinna leigufélaga á litlum námsmannaíbúðum sem alla jafna eru gerðir tímabundnir leigusamningar um. Þegar litið er til fermetraverðs í samningum um íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga er leiguverð í tímabundnum leigusamningum hins vegar að jafnaði um 23 prósentum hærra en í ótímabundnum samningum. 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS