Leiguverðsjá
Leiguverðsjá
Leiguverðsjá HMS notast við upplýsingar úr skráðum leigusamningum í Leiguskrá og uppfærist í samræmi við hana. Mælaborðið birtir eingöngu upplýsingar um nýskráða leigusamninga sem HMS telur nothæfa til tölfræðivinnslu og tóku gildi í síðasta lagi í síðastliðnum mánuði.
Notendur geta valið landssvæði, sveitarfélag og póstnúmer leigueigna, fjölda herbergja og flatarmáls samnings. Einnig geta notendur síað leigusamninga eftir tegund leigusala og eftir því hvort samningar séu tímabundnir eða ekki.
HMS síar út alla samninga sem hafa flatarmál undir 20 fermetra og yfir 500 fermetra. Sömuleiðis eru samningar með leiguverð á fermetra undir 500 krónum eða yfir 10 þúsund krónum síaðir út.
Vegna persónuverndarsjónarmiða birtir leiguverðsjáin ekki verð einstakra leigusamninga og munu notendur því einungis geta nálgast upplýsingar um leiguverð ef fimm eða fleiri samningar hafa verið gerðir með sambærilegt húsnæði í tilteknum mánuði.
Notkunarleiðbeiningar
Hægt er að velja mörg sveitarfélög, póstnúmer eða aðrar flokkanir með því að halda inni ctrl (apple: command) takkanum og velja það sem þarf.
Til þess að hala niður gögnunum á bak við mælaborðið þarf að smella á hvar sem er á grafið á mælaborðinu, velja punktana þrjá efst í hægra horninu og smella á „Export data“.