23. apríl 2025
27. desember 2024
HMS veitti hlutdeildarlán til kaupa á 18 íbúðum í desember
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Andvirði umsókna um hlutdeildarlán í desember nam um 594 milljónum króna, en 400 milljónir króna voru til úthlutunar
- 18 umsóknir voru samþykktar og heildarfjárhæð lána um 229 milljónir króna
- Allir umsækjendur sem uppfylltu öll skilyrði lánsins fengu úthlutað láni
Alls bárust HMS 47 umsóknir um hlutdeildarlán í desember að andvirði um 594 milljónir króna, en 400 milljónir króna eru til úthlutunar fyrir tímabilið. HMS hefur lokið mati á umsóknunum og var niðurstaðan sú að samþykktar voru umsóknir til kaupa á 18 íbúðum og heildarfjárhæð lánanna um 229 milljónir króna.
Umsóknir með samþykkt kauptilboð í forgangi
Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa þau til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Í forgangi eru umsóknir þar sem staðfest kauptilboð liggur fyrir, auk þess sem miða skal við að á hverju ári verði að minnsta kosti 20% veittra hlutdeildarlána veitt til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Af þeim umsóknum sem bárust um hlutdeildarlán í desember voru 29 þeirra með samþykkt kauptilboð og 18 umsóknir án kauptilboðs. Heildarfjárhæð umsókna með samþykkt kauptilboð var um 402 milljónir króna.
Meirihluti lánaður til kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu
Flestar lán voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjárhæð hlutdeildarlána var um 177 milljónir króna til 13 íbúða. Mikill meirihluti þeirra íbúða eru staðsettar í Hafnarfirði og í Reykjavík.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS