15. maí 2025

Fasteignasalar segja litla virkni vera á markaði miðað við árstíma

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Ný spurningakönnun sýnir að fasteignasalar telja virkni á fasteignamarkaði vera frekar litla miðað við árstíma þessa stundina
  • HMS mun senda spurningakönnun á fasteignasala í hverjum mánuði
  • Virkni á fasteignamarkaðnum virðist vera meiri á höfuðborgarsvæðinu heldur en utan þess

HMS hefur byrjað að senda út mánaðarlegar spurningakannanir til fasteignasala um viðhorf þeirra til fasteignamarkaðarins, en niðurstöður úr þeirri könnun verða birtar í mánaðarskýrslu stofnunarinnar. Í fyrstu könnuninni, sem var framkvæmd í byrjun maí, segir meirihluti svarenda að núverandi virkni á fasteignamarkaði sé frekar lítil eða lítil miðað við árstíma.

Könnunin var send á félagsmenn Félags fasteignasala, en þeir eru um 330 talsins. Alls bárust 140 svör og því var svarhlutfallið 42 prósent. Líkt og myndin hér fyrir neðan sýnir töldu 9 prósent svarenda mjög litla virkni vera á fasteignamarkaði þessa stundina, miðað við árstíma, en 53 prósent þeirra sögðu að virknin væri frekar lítil miðað við árstíma.

Um þriðjungur þeirra sem miðla helst fasteignum á höfuðborgarsvæðinu er á því að virknin sé venjuleg þessa stundina. Á landsbyggðinni, og þá helst meðal þeirra sem selja fasteignir á Akureyri er virknin meiri en á höfuðborgarsvæðinu, en þar fyrir utan eru einungis rétt um einn af hverjum tíu fasteignasölum sem telur að virkni markaðar sé frekar mikil.

Sterk merki eru um meiri áhuga á íbúðakaupum á höfuðborgarsvæðinu en í um það bil þremur af hverjum fjórum tilfellum skoðuðu fleiri en 3 einstaklingar íbúð í fyrstu viku sölutíma hennar. Á landsbyggðinni voru færri en 3 sem skoðuðu í fyrstu viku í um 60 prósent tilfella líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd sem sýnir fjölda þeirra sem skoðuðu hverja íbúð sem viðkomandi sali miðlaði í fyrstu söluviku íbúðar.

Meirihluti fasteignasala er á því að markaðinn sé hvorki á valdi kaupenda né seljenda. En af þeim sem telja fasteignamarkaðinn vera annað hvort á valdi kaupenda eða seljanda þá er yfirgnæfandi meirihluti eða ríflega 9 af hverjum 10 sem svara því til að markaður sé á valdi kaupenda fremur en seljenda þessa stundina.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS