Fagaðilar í mannvirkjagerð

Fagaðilar í mannvirkjagerð

Fagaðilar í mannvirkjagerð

Fagaðilar í mannvirkjagerð

Skoð­un­ar­stof­ur og vott­un­ar­stof­ur

Skoð­un­ar­stof­ur og vott­un­ar­stof­ur

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur eftirlit með störfum löggiltra hönnuða, löggiltra iðnmeistara og byggingarstjóra, m.a. með úttektum á gæðastjórnunarkerfum þeirra. Eftirlit með gæðastjórnunarkerfum löggiltra hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara skal fara fram á minnst fimm ára fresti, auk þess sem heimilt er að framkvæma aukið og/eða tíðara eftirlit ef ítrekað koma fram aðfinnslur við störf þeirra.

Faggiltar skoðunarstofur og vottunarstofur hafa heimild til að gera úttekt á gerð og virkni gæðastjórnunarkerfa vegna umsóknar og endurnýjunar umsóknar, um löggildingar hönnuða, hönnunarstjóra og iðnmeistara sem og vegna starfsleyfis byggingarstjóra. Við framkvæmd eftirlits, sem og við umsókn um starfsleyfi eða endurnýjun þess, skulu eftirlitsskyldir aðilar afla og leggja fram úttektarskýrslu um gerð eða virkni gæðastjórnunarkerfis frá faggiltri skoðunarstofu eða vottunarstofu.

HMS skráir gæðastjórnunarkerfi viðkomandi aðila á grundvelli skoðunarskýrslu faggiltrar skoðunar- eða vottunarstofu sem umsækjandi leggur fram.