Fagaðilar í mannvirkjagerð
Fagaðilar í mannvirkjagerð
Fagaðilar í mannvirkjagerð
Fagaðilar í mannvirkjagerð
Byggingar- og framkvæmdaleyfi á varnar- og öryggissvæðum
Byggingar- og framkvæmdaleyfi á varnar- og öryggissvæðum
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi samkvæmt 3. mgr. 9. gr. laga um mannvirki, vegna framkvæmda við eftirtalin mannvirki:
- Mannvirki á hafi utan sveitarfélagamarka. Sé mannvirki á hafi eigi fjær ytri mörkum netlaga en eina sjómílu skal leita umsagnar næsta sveitarfélags, eins eða fleiri eftir atvikum, við umfjöllun um byggingarleyfisumsókn.
- Mannvirki á varnar- og öryggissvæðum, sbr. 62. gr.
Allar Framkvæmda- og byggingarleyfisumsóknir fara nú fram í gegnum Þjónustugátt HMS með rafrænum skilríkjum.
Umsækjandi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og skilar gögnum í gegnum þjónustugáttina.
Byggingarstjórar og iðnmeistarar skrá sig jafnframt rafrænt og skila áfangaúttektum til byggingarfulltrúa með OneApp.
Þjónustugátt byggingarfulltrúa HMS
Hér er hægt að nálgast þjónustugátt byggingarfulltrúa HMS.