Brunamálaskólinn

Brunamálaskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1994. Rekstur hans fellur undir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en hlutverk skólans er að veita slökkviliðsmönnum og eldvarnaeftirlitsmönnum um allt land þá menntun, starfsþjálfun og endurmenntun sem nauðsynleg er vegna starfa þeirra.

Yfirlit námskeiða haustið 2023

Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar, tilkynnt verður um uppfærslur í síðasta lagi 15.september.

Fyrirspurnir og ábendingar berist á netfangið brunamalaskolinn@hms.is

Samstarfsyfirlýsing menntastofnanna viðbragðsaðila

Þann 29. mars sl. undirrituðu fulltrúar Brunamálaskólans, Björgunarskóla Landsbjargar, og Sjúkraflutningaskólans yfirlýsingu um samstarf sem ætlað er að efla þjálfun og menntun  viðbragðsaðila á Íslandi. Reglulega koma upp tilfelli sem gera kröfu á skilvirkt samstarf á vettvangi, þekking á skipulagi og hlutverki hvers og eins er lykilþáttur í að tryggja farsæla úrlausn verkefna. Er samstarfinu ætlað að efla tengsl og styrkja kerfi neyðar- og viðbragðsþjónustu á Íslandi til framtíðar.

 Frá undirskrift hafa verið haldnir þrír fundir og fleiri samstarfsaðilar bæst við sem fjölgar spennandi tækifærum sem skapast geta með samstarfinu. Með betri nýtingu auðlinda ætti að vera hægt að framleiða gæða kennsluefni og standa fyrir metnaðarfullri verklega þjálfun sem ætti að gera námið eftirsóknarvert og þar með aukið líkur á að nemendur njóti sín og tileinki sér viðeigandi þekkingu, leikni og hæfni sem þeir þurfa að búa yfir. Í haust er búið að skipuleggja vinnudag þar sem markmið er að ramma inn fyrstu verkþætti samstarfsins og útvíkka formlega samstarfið.

 Leiðarljósið er að greina og vinna með þá þætti sem skila ávinningi fyrir og styrkja mikilvæga innviði neyðar- og viðbragðsþjónustu á Íslandi öllum til heilla.

Samstarfsyfirlýsing

Mark­mið Bruna­mála­skól­ans

Markmið skólans er að vera öflugur, nútímalegur skóli sem veitir slökkviliðs- og eldvarnaeftirlitsmönnum vandaða menntun. Námið fer fram með fjarkennslu auk hefðbundinnar kennslu sem felst einkum í námskeiðum sem haldin eru víða um land.

Reglugerð um Brunamálaskólann má finna hér

Reglugerð um reykköfun má finna hér