Þjónustuaðilar brunavarna
Þjónustuaðilar brunavarna
HMS sér um útgáfu starfsleyfa fyrir þjónustuaðila brunavarna. Sótt er um starfsleyfi þjónustuaðila í gegnum Mínar síður hér á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Upplýsingar um lög og reglugerðir fyrir þjónustuaðila brunavarna
Þeir sem bjóða þjónustu við að annast brunaþéttingar mannvirkja skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr. 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Þjónustuaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi eftir reglugerð 1067/2011:
Þeir sem bjóða þjónustu við uppsetningu, viðhald og þjónustu brunaviðvörunarkerfa skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða gerðir brunaviðvörunarkerfa þjónustuaðili hefur leyfi til að þjónusta.
Þeir sem bjóða þjónustu við viðhald, skoðun, áfyllingu og þrýstiprófun handslökkvitækja skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða gerðir handslökkvitækja þjónustuaðili hefur leyfi til að þjónusta. Bjóði þjónustuaðili upp á þrýstiprófun skal það koma fram í starfsleyfi hans.
Þeir þjónustuaðilar brunavarna sem hafa fengið samþykki Brunamálastofnunar fyrir starfsemi sinni í gildistíð eldri reglugerða halda leyfi sínu í samræmi við ákvæði og gildistíma þess leyfis, þó ekki lengur en til 1. janúar 2013. Í þessum eldri leyfum er þjónustustöðvunum skipt í 3 flokka eftir því hvaða slökkvitæki þau geta þjónustað, flokk 1 (þurrduftstæki, vatnstæki og léttvatnstæki), flokk 2 (þurrduftstæki, vatnstæki, léttvatnstæki, kolsýrutæki og kolsýruhylki) og flokk 3 (þurrduftstæki, vatnstæki, léttvatnstæki, kolsýrutæki, kolsýruhylki og þrýstiprófun á ofangreindum tækjum) í samræmi við ákvæði í reglum 170/1989 um eftirlit og viðhald handslökkvitækja.
Þjónustuaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi eftir reglugerð 1067/2011:
Þeir sem bjóða þjónustu við loftgæðamælingar vegna öndunarlofts skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr. 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða búnaður er notaður til mælinga og hvaða þætti þjónustuaðili hefur heimild til að mæla.
Þjónustuaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi eftir reglugerð 1067/2011:
Þeir sem bjóða þjónustu við viðhald, skoðun, áfyllingu og þrýstiprófun reykköfunarbúnaðar skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr. 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða gerðir reykköfunartækja þjónustuaðili hefur leyfi til að þjónusta. Bjóði þjónustuaðili upp á þrýstiprófun skal það koma fram í starfsleyfi hans.
Þeir þjónustuaðilar brunavarna sem hafa fengið samþykki Brunamálastofnunar fyrir starfsemi sinni í gildistíð eldri reglugerða halda leyfi sínu í samræmi við ákvæði og gildistíma þess leyfis, þó ekki lengur en til 1. janúar 2013.
Þjónustuaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi eftir reglugerð 1067/2011:
Þeir sem bjóða þjónustu við uppsetningu, viðhald og þjónustu slökkvikerfa skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða gerðir slökkvikerfa þjónustuaðili hefur leyfi til að þjónusta.