Svipt­ing lög­gild­ing­ar

Svipt­ing lög­gild­ing­ar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur svipt rafverktaka löggildingu ef öryggisstjórnun hans fullnægir ekki skilyrðum laga og reglna á rafmagnsöryggissviði. Ákvörðun um leyfissviptingu skal senda viðkomandi í ábyrgðarbréfi eða með öðrum tryggilegum hætti. Leyfissviptingu má vísa til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála skv. gr. 11. í lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.


Ástæða sviptingar
Ástæða sviptingar getur m.a. verið að skoðun öryggisstjórnunarkerfis rafverktaka sýnir verulega ágalla.

Helstu ástæður fyrir skoðun öryggisstjórnunarkerfa er:

  1. Ábendingar berast um slæman frágang raflagna.
  2. Úrtaksskoðanir sýna fjölda athugasemda.
  3. Endurskoðanir sýna að gerðar athugasemdir hafa ekki verið lagfærðar.
  4. Rafverktaki lýkur ekki við verk sem hann hefur tekið að sér.
  5. Rafverktaki sinnir ekki fyrirmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.