Rafmagnsöryggi
Rafmagnsöryggi
Rafmagnsöryggi
Rafmagnsöryggi
Rafveitur
Rafveitur
Hlutverk rafveitna er að afla, flytja, dreifa og selja orku í landinu. Rafveitur bera ekki lengur ábyrgð á rafmagnseftirliti raflagna í neysluveitum (húsum) í landinu, það er nú í höndum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rafveitur bera eftir sem áður ábyrgð á eftirliti með sínum eigin virkjum.
- Í reglugerð um raforkuvirki (rur), gr. 5, er að finna þær kröfur sem gerðar eru til öryggisstjórnunarkerfis rafveitna.
- Í verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031 Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er nánari lýsing á kröfunum.
- Hluti af öryggisstjórnunarkerfinu er eftirlit með eigin virkjum og í verklagsreglu VLR 3.032 Skoðun á eigin virkjum rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er að finna nánari lýsingu á kröfum um eftirlitið.
- Í verklagsreglu VLR 3.033 Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, er lýsingu á því hvernig skoðunum faggiltrar skoðunarstofu með öryggisstjórnunarkerfinu skal háttað.
Í verklýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VL 3.026 Upplýsingagjöf rafveitna vegna innri og ytri skoðana Raforkuvirkja, og VL 3.027 Upplýsingaflæði milli rafveitu, skoðunarstofu og HMS, er að finna lýsingu á lögbundinni upplýsingagjöf til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Hér má finna lista yfir ábyrgðamenn rafveitna sem hafa fengið heimild til spennusetningar og reksturs.
Ný rafveita þarf að fá viðurkenningu HMS á öryggisstjórnunarkerfi sínu til þess að henni sé heimilt að tengjast raforkunetinu. Í verklýsingu VL 3.028 Setning rafveitu, staðfesting ábyrgðarmanns og viðurkenning á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu, er því lýst hvernig beri að standa að setningu nýrrar rafveitu.
Flokkun rafveitna, árleg skil upplýsinga og skoðunarskyldur.
Rafveita:
Fyrirtæki með rafala stærri en 300 kVA sem framleiðir, dreifir og/eða selur rafmagn.
Iðjuver:
Virki, háspennt og/eða lágspennt, þar sem aðflutt raforka kemur á háspennu.
Einkarafstöð:
Rafstöð í einkaeigu sem er staðbundin og framleiðir rafmagn fyrir neysluveitu, sem ekki fær rafmagn frá rafveitu.
Smávirkjun:
Fyrirtæki með rafala allt að 300 kVA sem dreifir og/eða selur rafmagn.
Ný rafveita, iðjuver og einkarafstöð þarf að fá viðurkenningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á öryggisstjórnunarkerfi sínu til þess að henni sé heimilt að tengjast raforkunetinu. Í verklýsingu VL 3.028 Setning rafveitu, staðfesting ábyrgðarmanns og viðurkenning á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu er því lýst hvernig beri að standa að setningu nýrrar rafveitu, iðjuvers og einkarafstöðvar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að takmarka kröfur til öryggisstjórnunarkerfa iðjuvera og einkarafstöðva. Ef uppfyllt er krafa um heildarskoðun háspennuhluta viðkomandi virkis á minnst 5 ára fresti má undanskilja ákvæði í töluliðum 3-6 í gr. 5.2 í rur, sem fjalla um eftirlit með eigin virkjum, úrvinnslu athugasemda og innri úttektir öryggisstjórnunarkerfisins. Þetta hefur HMS m.a. túlkað svo að einkarafstöðvum sé heimilt að hafa ábyrgðarmann sem er löggiltur rafverktaki og hefur öryggisstjórnunarkerfi sem taki til einkarafstöðvarinnar. Sama gildir fyrir smávirkjanir.
Til hliðsjónar skal hafa að öryggisstjórnunarkerfi minni og miðlungs iðjuvera uppfylli a.m.k. þau atriði sem talin eru í töflunni hér að neðan. Stór iðjuver skulu uppfylla sambærilegar kröfur til öryggisstjórnunarkerfis og rafveitur, jafnvel þó að þær uppfylli skilyrði um heildarskoðun raforkuvirkis á 5 ára fresti.
Skilgreiningar: Minni iðjuver
Með minni iðjuverum er átt við iðjuver sem hafa einfaldan háspennubúnað, t.d. aðeins eitt háspennt raforkuvirki og 1-3 starfsmenn sem hafa aðgang að raforkuvirkjunum.
Skilgreiningar : Miðlungs iðjuver
Með miðlungs iðjuverum er átt við iðjuver sem hafa flóknari háspennubúnað en minni iðjuver og / eða fleiri en 3 starfsmenn sem hafa aðgang að raforkuvirkjunum.
Skilgreiningar : Stór iðjuver
Með stórum iðjuverum er átt við iðjuver sem hafa umfangsmikinn háspennubúnað og marga starfsmenn sem hafa aðgang að raforkuvirkjunum með flókinni ábyrgðarskiptingu, t.d. deildaskiptingu.
Ný rafveita, iðjuver og einkarafstöð þarf að fá viðurkenningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á öryggisstjórnunarkerfi sínu til þess að henni sé heimilt að tengjast raforkunetinu. Í verklýsingu VL 3.028 Setning rafveitu, staðfesting ábyrgðarmanns og viðurkenning á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu er því lýst hvernig beri að standa að setningu nýrrar rafveitu, iðjuvers og einkarafstöðvar.
Verklýsing VL 3.025 Leiðbeiningar um setningu smávirkjana, lýsir setningu smávirkjunar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að takmarka kröfur til öryggisstjórnunarkerfa iðjuvera og einkarafstöðva. Ef uppfyllt er krafa um heildarskoðun háspennuhluta viðkomandi virkis á minnst 5 ára fresti má undanskilja ákvæði í töluliðum 3-6 í gr. 5.2 í rur, sem fjalla um eftirlit með eigin virkjum, úrvinnslu athugasemda og innri úttektir öryggisstjórnunarkerfisins. Þetta hefur HMS m.a. túlkað svo að einkarafstöðvum sé heimilt að hafa ábyrgðarmann sem er löggiltur rafverktaki og hefur öryggisstjórnunarkerfi sem taki til einkarafstöðvarinnar. Sama gildir fyrir smávirkjanir.
Í skoðunarreglum er að finna enn nákvæmari lýsingu á kröfum til öryggisstjórnunarkerfa undir eftirtöldum gátorðum:
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna aðgangs að raforkuvirkjum í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Skilgreiningar á aðgangi,
- lyklaskráningar og
- skriflegra leyfa.
Lýsing
Skilgreiningar á aðgangi:
Rafveita skal hafa skjalfestar reglur sem segja fyrir um hvaða kunnáttumenn geta fengið aðgang að þeim virkjum sem hún starfrækir. Jafnframt skal koma fram ef um mismunandi aðgang er að ræða. Í ábyrgðarskilgreiningum skal koma fram hver annast afhendingu lykla.
Lyklaskráningar:
Starfsmönnum er veittur aðgangur að virki með því að fulltrúi ábyrgðarmanns afhendir lykla og skráir starfsmanninn sem handhafa lykils.
Sjá orðsendingu nr. 1/84 gr. 5.2 og VLR 3.031 gr. 15.
Skrifleg leyfi:
Leyfi vegna aðgangs að virkjum skulu vera skrifleg og árituð af ábyrgðarmanni viðkomandi virkis.
Sjá orðsendingu nr. 1/84 gr. 5.2 og VLR 3.031 gr. 15.
Tilvísanir
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, grein 15.
- Orðsending nr. 1/84, grein 5.2.
Eyðublöð:
EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna skilgreinar á ábyrgð stjórnenda í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Skipurits og
- ábyrgðarlýsinga.
Lýsing
Skipurit: Rafveitan skal hafa skjalfest skipurit. Nöfn stjórnenda skulu vera inni á skipuriti eða fylgja með í sérstöku skjali, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031, grein 4.
Ábyrgðarlýsingar:
Ábyrgð skal vera skilgreind þannig að ábyrgðarhlutverk og verkaskipting sé skýr. Fram þarf að koma hver ber ábyrgð á að kröfur rur hafi verið uppfylltar fyrir nýframkvæmdir, breytingar og viðhald. Sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031 gr. 4 og gr. 11.1.
Tilvísanir
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 4 og gr. 11.1.
Eyðublöð:
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna ábyrgðarmanns rafveitu í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Skipunar ábyrgðarmanns,
- krafna til ábyrgðarmanns,
- ábyrgðar ábyrgðarmanns,
- yfirlýsingar ábyrgðarmanns,
- fulltrúa ábyrgðarmanns,
- skráningar ábyrgðarmanns,
- kunnáttu ábyrgðarmanns og
- búsetu.
Ábyrgðarmaður ber faglega ábyrgð á rekstri rafveitu/raforkuvirkis.
Lýsing
Skipun ábyrgðarmanns:
Ábyrgðarmaður rafveitu skal vera tilgreindur með nafni í öryggisstjórnunarkerfi rafveitu. Fara þarf yfir hvort hann uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til hans, sjá grein 4.1 í rur.
Kröfur til ábyrgðarmanns:
Ábyrgðarmaður skal uppfylla kröfur skv. grein 4.1 í rur og þurfa gögn (prófskírteini og staðfesting á starfsreynslu) að sýna fram á að svo sé. Ábyrgðarmaður eða fulltrúi hans, skal vera þannig búsettur að hann geti haft reglubundna umsjón með ástandi og viðhaldi raforkuvirkja rafveitunnar. Hann skal ekki vera svo bundinn af annarri starfsemi að það hindri störf hans sem ábyrgðarmanns. Sjá orðsendingu nr. 1/84 og greinar 4.1 og 4.4.
Ábyrgð ábyrgðarmanns:
Ábyrgð ábyrgðarmanns skal vera skilgreind þannig að hann beri ábyrgð á ástandi raforkuvirkja rafveitunnar. Hann (eða fulltrúi hans) skal hafa fulla yfirsýn yfir rekstur þeirra virkja sem hann ber ábyrgð á, sjá orðsendingu nr. 1/84, grein 4.1.
Yfirlýsing ábyrgðarmanns:
Til staðar skal vera undirrituð yfirlýsing ábyrgðarmanns um að tryggt verði að rafveitan ætli sér að tryggja öryggi eigin raforkuvirkja og hafa fullnægjandi stjórn á þeim. Þessi yfirlýsing samsvarar öryggisstefnu rafveitunnar og skal vera þekkt meðal starfsmanna rafveitunnar sem vinna störf sem hafa áhrif á öryggi raforkuvirkjanna.
Fulltrúi ábyrgðarmanns:
Ef ábyrgðarmaður rafveitu hefur framselt öðrum umboð sitt, skal það hafa verið gert skriflega og skjal þess efnis varðveitt sem gæðaskrá. Fram þarf að koma vegna hvaða virkja umboðið hefur verið framselt. Fulltrúi ábyrgðarmanns skal a.m.k. uppfylla ákvæði gr. 4.7 eða 4.9.1 í rur. Ábyrgðarmaður rafveitu skal bera ábyrgð á störfum fulltrúa síns og þar með áfram á ástandi allra virkja rafveitunnar. Ef framsal eins og hér um ræðir hefur farið fram skal rafveita hafa skjalfestar verklagsreglur um framsalsferlið. Sjá verklagsreglu VLR 3.031 grein 11.1 og Orðsendingu nr. 1/84 grein 4.3.
Skráning:
Ábyrgðarmaður raforkuvirkis skal vera skráður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Kunnátta:
Ábyrgðarmaður skal uppfylla þær kröfur um kunnáttu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gerir til ábyrgðarmanna, sbr. grein 4.1, 1.4.2 og 4.3 í rur, ásamt Orðsendingu nr. 1/84, kaflar 4 og 5.
Búseta:
Búseta ábyrgðarmanns skal uppfylla ákvæði greina 1.5.2 í rur og 4.4 í Orðsendingu nr. 1/84.
Tilvísanir
- Reglugerð um raforkuvirki (rur), greinar 4.1, 4.2, 4.3, 4.7, 4.9.1 og 5.2.
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 4 og gr. 11.
- Orðsending nr. 1/84, kafli 4 og kafli 5.
Eyðublöð:
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna eftirlitsferla rafveitu í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Eftirlitsáætlunar og eftirlitsferla,
- skýrslna um eftirlit og
- lagfæringa.
Lýsing
Eftirlitsáætlun og eftirlitsferlar:
Rafveita skal hafa skjalfest hvernig hún hyggst standa að skoðun eigin raforkuvirkja. Í eftirlitsáætlun og skilgreindum eftirlitsferlum skal koma fram hvað verður skoðað, hvenær, hvernig og eftir hvaða viðmiðum er farið. Við eftirlit skal unnið samkvæmt skoðunarreglum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út eða sambærilegum reglum sem rafveitan sjálf hefur útbúið. Uppfylltar skulu reglur sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun setur og koma fram í gr. 7 í verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031 og verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.032.
Skýrslur um eftirlit:
Rafveita skal geta lagt fram skýrslur og skrár sem sanna að unnið hafi verið samkvæmt eftirlitsáætluninni. Fram skal koma hvað var skoðað og hvenær auk allra athugasemda um það sem ekki var í lagi.
Lagfæringar:
Lagfæringar skulu gerðar samkvæmt skipulagi sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til úrvinnslu athugasemda og lagfæringa, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031 gr. 9 og skoðunarreglu: "Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar".
Tilvísanir
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 7 og gr. 9.
- VLR 3.032: Skoðun á eigin virkjum rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
- Skoðunarregla: „Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar“.
Eyðublöð:
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna aðgangs kunnáttumanna rafveitu að opinberum fyrirmælum um öryggi raforkuvirkja í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Viðhalds fyrirmæla og
- aðgengi kunnáttumanna að fyrirmælum.
Fyrirmælin sem fela í sér lög, reglugerðir, staðla, orðsendingar og fyrirmæli eru sett til að tryggja öryggi raforkuvirkja.
Lýsing
Viðhald fyrirmæla:
Rafveita skal hafa undir höndum nýjustu útgáfur viðeigandi skjala sem varða starfsemi hennar. Þessi skjöl eru m.a. lög, reglugerðir, orðsendingar, fyrirmæli og staðlar.
Aðgengi kunnáttumanna að fyrirmælum:
Eintökum af þessum skjölum skal komið fyrir á þann hátt að kunnáttumenn sem vinna samkvæmt öryggisstjórnunarkerfi rafveitu geti að staðaldri gengið að þeim skjölum er varða störf þeirra á aðgengilegum stað eða hafi eigið eintak. Ekki skiptir máli á hvaða formi skjölin eru, pappírsformi eða rafrænu formi. Athuga þarf sérstaklega hvort þau eintök sem verið er að nota séu nýjustu útgáfur hverju sinni.
Tilvísanir
VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 5.
EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna viðbragða við mögulegu hættu- og neyðarástandi í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Skilgreinds verklags og
- skráninga og rannsókna.
Með hættu- og neyðarástandi er átt við ástand sem leitt getur til slysa á fólki eða eignatjóns og stafar frá veitukerfinu. Tilvik hættu- og neyðarástands verða þegar slíkt ástand skapast á tilteknum stað á tilteknum tíma og varir tilvikið uns ástandinu lýkur. Ef ekki er vitað hvenær ástandið hófst skal miða við hvenær það uppgötvaðist.
Lýsing
Skilgreining og flokkun:
Hættu- og neyðarástand flokkast í þrjú stig: 1. stig - Varasamt ástand, 2. stig - Hættutilvik og 3. stig - Óhapp.
Varasamt ástand:
Ástand sem gæti leitt til óhapps ef ekki er gripið til aðgerða, en enn hefur enginn atburður átt sér stað.
Hættutilvik:
Atburður sem hefði við aðrar kringumstæður getað leitt til slysa á fólki eða eignatjóns.
Óhapp:
Atburður sem leiðir til slysa á fólki eða eignatjóns.
Dæmi til skýringar:
Eftirfarandi dæmi eru eingöngu til frekari skýringa á því hvað átt er við með hættu- og neyðarástandi, en eru alls ekki tæmandi upptalning á þeim atvikum sem upp geta komið :
- Útivirki stendur opið eða er óvarið vegna snjólags. Hver sem er getur gengið inn og að spennuhafa búnaði.
- Lágspennustrengur grafinn sundur af verktaka. Tveir menn frá rafveitu koma til að líta á aðstæður. Báðir fara upp í stöð til að rjúfa straum og skilja strenginn eftir óvarinn og opinn.
- Sumarhús brennur. Beiðni berst frá lögreglu um að taka straum af heimtaug.
- Tveir vinnuflokkar eru að vinnu. Flokkur A er við prófanir á rafbúnaði í nýjum rofaútgangi. Flokkur B er við skoðun á línu sem tengd er útganginum. Línan er ekki í rekstri og á að vera spennulaus. Vegna prófunarvinnunnar er línan spennusett.
- Eldur við/í (há)spennuvirki og/eða í straumhafa búnaði.
- Skemmdir á spennuhafa búnaði, t.d. loftlína laus af staur og í hættulega hæð, staur brotinn eða laus og hangir í leiðurum.
- Snjór hefur safnast undir loftlínu þannig að hættulega lágt er undir leiðara.
Skilgreint verklag:
Til skulu vera skjalfestar verklagsreglur sem lýsa hvernig bregðast skuli við hættu- og neyðarástandi sem upp getur komið. Fram þarf að koma hvaða aðilar bera ábyrgð á viðbrögðum, auk eftirtalinna atriða: Lýsing vinnuferla og skilgreind viðbrögð, stjórnun aðgengis, trygging straumrofs, beiðni um aðstoð lögreglu, slökkviliðs, lækna- og sjúkraliðs, upplýsingamiðlun, skráning og tilkynning atviks, rannsókn, mat og úrbætur.
Skráning og rannsókn:
Öll óhöpp, hættutilvik og varasamt ástand skal skrá hvort sem það varðar slys á fólki eða eignatjón. Gögn þurfa að sýna að viðeigandi aðilum hafi verið tilkynnt um málið og að það hafi verið rannsakað. Ef ástæða hefur verið talin til úrbóta (lagfæringa) skal því hafa verið fylgt eftir. Sjá grein 5.2 í rur, verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031 gr. 8 og 9 og verklýsingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VL 3.029.
Tilvísanir
- Reglugerð um raforkuvirki (rur), grein 5.2
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 8 og gr. 9.
- VL 3.029: Skráning tilvika hættu- og neyðarástands
- Skoðunarregla: „Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar“.
Eyðublöð:
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna innri úttekta í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Skjalfests verklags um innri úttektir,
- innri úttektarmanna,
- ætlunar um innri úttektir,
- framkvæmdar úttekta og
- úrbóta vegna úttekta.
Lýsing
Skjalfest verklag um innri úttektir:
Rafveita skal hafa skilgreindar verklagsreglur fyrir innri úttektir. Þar skal koma fram hvernig úttektum er stýrt, þ.e. hvernig þær eru skipulagðar og framkvæmdar og hvernig úttektarmenn eru valdir. Fram skal koma að niðurstöður séu lagðar fyrir stjórnendur sem bera ábyrgð á því sem tekið var út og að þeir ákveði úrbætur. Sjá grein 5.2 í rur.
Innri úttektarmenn:
Þeir sem framkvæma innri úttektir skulu hafa hlotið þjálfun í framkvæm slíkra úttekta. Gögn þurfa að vera til staðar sem sýna fram á að þeir hafi hlotið slíka þjálfun og hæfni þeirra skal vera staðfest af þeim aðila innan rafveitunnar sem ber ábyrgð á framkvæmd innri úttekta. Innri úttektarmenn skulu vera óháðir því sem þeir taka út eftir því sem við verður komið, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031 grein 14.
Áætlun um innri úttektir:
Áætlun um framkvæmd innri úttekta skal vera fyrir hendi. Þar þarf að koma fram hvernig allt öryggisstjórnunarkerfi rafveitunnar verður tekið út. Áætlun um innri gæðaúttektir má endurskoða ef forsendur hafa breyst. Sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. VLR 3.031 grein 14.
Framkvæmd úttekta:
Þær innri úttektir sem eru á áætlun skulu vera framkvæmdar án verulegs tímafráviks. Gögn þurfa að vera til staðar sem sýna að úttektir hafi farið fram og hverjar niðurstöður voru.
Úrbætur vegna úttekta:
Staðfesting skal vera fyrir því að stjórnendur, sem bera ábyrgð á því sem tekið var út, hafi séð niðurstöður viðkomandi úttekta. Þeir skulu hafa ákveðið nauðsynlegar úrbætur og fylgt þeim eftir.
Tilvísanir
- Reglugerð um raforkuvirki (rur), grein 5.2
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, grein 14.
Eyðublöð:
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna tilnefningar kunnáttumanna í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Verklags fyrir þjálfun,
- þjálfunar nýs starfsfólks,
- skráningar þjálfunar,
- þekkingar kunnáttumanna,
- framkvæmdar tilnefningar kunnáttumanna og
- tilnefndra kunnáttumanna.
Kunnáttumaður er maður sem hefur svo mikla þekkingu og reynslu við tiltekið verk að hann telst geta leyst það af hendi á fullnægjandi hátt frá öryggissjónarmiði.
Með þjálfun er átt við námskeið eða aðra endurmenntun og starfsþjálfun sem varða aukið öryggi. Starfsþjálfun getur m.a. falist í :
- Nýþjálfun nýrra starfsmanna eða starfsmanna sem taka við nýjum verkefnum,
- almennri þjálfun, sem miðar að aukinni starfshæfni með sérstaka áherslu á nýjungar og breytingar
Starfsþjálfun getur farið fram í formi vinnu undir handleiðslu reynds. Mismunandi er hvort endurtaka þurfi þjálfun reglulega og þá hversu oft, og er háð eðli viðkomandi þjálfunar, starfa og starfsumhverfis.
Lýsing
Verklag fyrir þjálfun:
Rafveita skal hafa skilgreindar verklagsreglur sem lýsa hvernig nauðsynleg þjálfun er ákveðin, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031, gr. 11.
Þjálfun nýs starfsfólks:
Tryggja skal að nýtt starfsfólk sem vinnur störf tengd hönnun, uppsetningu, rekstri og vinnu við rafbúnað læri störf sín á fullnægjandi hátt. Tryggja skal að starfsfólk fái nægan skilning á öryggisstjórnunarkerfinu.
Skráning þjálfunar:
Rafveita skal hafa skrár sem sýna hvaða þjálfun hefur farið fram til að auka öryggi. Þær skulu sýna námskeið og aðra menntun kunnáttumanna, ennfremur skilgreinda starfsþjálfun sem kunnáttumenn hljóta.
Þekking kunnáttumanna:
Tryggja skal að starfsmenn með fullnægjandi kunnáttu vinni þau störf sem krefjast sérstakrar kunnáttu vegna eftirlits og rekstrar raforkuvirkja. Kröfur um kunnáttu skulu vera skráðar í öryggisstjórnunarkerfinu. Skrár skulu eins og við á sýna hvaða námskeið, menntun og starfsþjálfun er nauðsynleg til mismunandi starfa. Þar sem það á við skal skilgreina fyrir tiltekna þjálfun hversu langur tími má líða áður en hún er endurtekin.
Vinna í háspennu- og lágspennuvirki skal eingöngu unnin af kunnáttumönnum eða undir eftirliti kunnáttumanna, sjá greinar 5.1.2, 8.2, 11.3 og kafla 14 og 20 í Orðsendingu nr. 1/84. Um ábyrgðarmann gildir skoðunarregla: "Ábyrgðarmaður". Rafveita skal hafa skrár yfir kunnáttu og þekkingu allra starfsmanna sem starfa í eða í tengslum við öryggisstjórnunarkerfið. Starfsmenn skulu a.m.k. uppfylla eftirfarandi skilyrði, vera:
- kunnugir virkjunum og vel fræddir um viðkomandi verk,
- kunnugir þeim reglum í reglugerð um raforkuvirki, sem snerta hlutaðeigandi verkefni,
- kunnugir þeim öryggisráðstöfunum sem ber að gera til að koma í veg fyrir hættu fyrir fólk og eignir.
Tilnefndir kunnáttumanna:
Kunnáttumenn sem að lágmarki skulu tilnefndir eftir starfsemi rafveitu eru:
- Verkstjórnandi.
- Aðgerðastjóri.
- Rofastjóri.
- Spennuvörður.
- Skoðunarmaður rafveitu.
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 11.
- Orðsending nr. 1/84 - kaflar 14, 15, gr. 5.1.2, 8.2 og 11.3.
- Skoðunarregla: „Ábyrgðarmaður“.
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna skráninga og skýrslugerðar í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Skráninga og skýrslna og
- aðgengis að skráningum.
Lýsing
Skráningar og skýrslur:
Rafveita skal halda til hagar skrám, skýrslum og öðrum gögnum sem sýna fram á að unnið sé eftir öryggisstjórnunarkerfinu.
Aðgengi að skráningum:
Rafveita skal hafa viðunandi skjalavistunarkerfi þar sem m.a. er tekið á því hve lengi gögn skuli geymd. Skrár, skýrslur og önnur gögn skulu varðveitt á þann hátt að auðvelt sé að ná til þeirra og auðrekjanlegt sé fyrir hvert einstakt verk, skoðun eða atvik.
Tilvísanir
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 13.
Eyðublöð:
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna stýringar á skjölum öryggisstjórnunarkerfis í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Samþykktar skjala,
- skjalahalds og auðkenningar skjala og
- dreifingar skjala.
Lýsing
Samþykkt skjöl:
Gögn þurfa að vera til staðar sem sýna að skjöl öryggisstjórnunarkerfisins hafi verið rýnd af aðilum sem til þess hafa vald sbr. verklagsreglu HMS VLR 3.031, gr. 12.
Skjalahald og auðkenning skjala:
Skjöl öryggisstjórnunarkerfisins skulu auðkennd þannig að augljóst sé um hvaða skjal er að ræða og hvaða útgáfu (útgáfutala og/eða dagsetning).Starfsmenn rafveitu sem nota skjöl úr öryggisstjórnunarkerfinu þurfa að geta séð á einfaldan hátt (t.d. með aðalskjalalista) hvort skjöl sem þeir eru að nota séu í gildi. Það kerfi sem notað er þarf að vera þeim kunnugt.
Dreifing skjala:
Kerfi þarf að vera til staðar sem tryggir að þeir starfsmenn sem þurfa að vinna samkvæmt skjölum öryggisstjórnunarkerfisins hafi góðan aðgang að þeim. Skjölum þarf að dreifa á skipulegan hátt (t.d. samkvæmt dreifingarlistum) og úrelt skjöl þarf að fjarlægja. Fara þarf yfir hvort þau skjöl sem þeir hafa aðgang að séu gildandi útgáfur. Geyma skal í tiltekinn tíma a.m.k. eitt eintak af skjölum sem úreldast og skulu slík skjöl auðkennd sem slík.
Tilvísanir
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 12.
Eyðublöð:
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna skráninga virkja í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Skráningar nýrra virkja,
- skráningar eldri virkja,
- skráningar breytinga og
- skráðra upplýsinga um rekstrartruflanir.
Lýsing
Skráning nýrra virkja:
Meginhlutar nýrra virkja skulu vera skráðir þegar þau eru tekin í notkun.
Skráning eldri virkja:
Viðhalda skal skrá yfir eldri virki og ástand þeirra með tilliti til viðhalds- og áætlana um endurbætur.
Skráning breytinga:
Breytingar á meginhlutum virkja skulu skráðar jafnóðum og þær eru gerðar.
Skráðar upplýsingar um rekstrartruflanir:
Rafveita skal skrá og safna saman upplýsingar um rekstrartruflanir. Fram skal koma a.m.k. um hvers konar truflun var að ræða og hvenær truflun varð. Fram skal koma hver sá um lagfæringar og hvernig brugðist var við þeim. Ef truflun leiddi til hættu- eða neyðarástands skulu viðbrögð vera í samræmi við verklagsreglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, VLR 3.031, gr. 8 og gr. 9. Sjá einnig skoðunarreglur: "Hættu- og neyðarástand" og "Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar".
Tilvísanir
- Reglugerð um raforkuvirki (rur), grein 5.2
- VLR 3.031 Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 8 og gr. 9.
- Skoðunarregla: „Hættu- og neyðarástand“.
- Skoðunarregla: „Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar“.
Eyðublöð:
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna úrvinnslu athugasemda og lagfæringa í framhaldi af eftirliti hjá rafveitu í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til.
- Verklags um athugasemdir og lagfæringar,
- úrvinnslu athugasemda og
- lagfæringa.
Lýsing
Verklag fyrir athugasemdir og lagfæringar:
Verklagsreglur skulu vera til um viðbrögð við athugasemdum og lagfæringar í framhaldi af því. Fram þarf að koma að farið sé yfir athugasemdir og viðunandi lagfæringar í samræmi við umfang þeirra vandamála sem þarf að leysa séu ákveðnar af ábyrgðaraðilum innan rafveitunnar. Fram þarf að koma að ábyrgðaraðilar innan rafveitunnar fylgi þeim ákvörðunum eftir, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.034.
Úrvinnsla athugasemda:
Gögn þurfa að vera til sem staðfesta að athugasemdir hafi verið teknar til meðferðar samkvæmt verklagsreglum rafveitunnar og afstaða verið tekin til lagfæringa, sjá verklagsreglu HMS VLR 3.034. Þær aðgerðir sem gripið er til þurfa að vera í samræmi við umfang þeirra vandamála sem á að leysa.
Lagfæringar:
Gögn skulu sýna að lagfæringar hafi verið gerðar tímanlega í samræmi við ákvarðanir ábyrgðaraðila rafveitunnar. Gögn þurfa að sýna að fylgst hafi verið með framvindu lagfæringanna. Skýrslur um lagfæringar eiga að vera áritaðar af viðkomandi verkstjórnanda ásamt skoðunarmanni rafveitu.
Tilvísanir
- Reglugerð um raforkuvirki (rur), grein 5.2
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
- VLR 3.034: Vægi athugasemda vegna skoðunar virkja og öryggisstjórnunarkerfis rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Eyðublöð:
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
Leiðbeiningar við rekstur raforkuvirkja
Mæling jarðskauta er ekki auðvelt verkefni þar sem jarðvegur, jarðskaut og aðstæður eru ákaflega breytilegar. Jarðskautin eru mismunandi, allt frá nokkrum tugum metra í tug kílómetra og því þarf að nota mismunandi mæliaðferðir eftir gerð þeirra. Tilgangur jarðskauta er að tryggja virkni varnarbúnaðar og að koma bilunarstraumum rétta leið þannig að snertispenna leiðandi hluta nálægt bilunarstað verði aldrei yfir leyfilegum hættumörkum. Í raun er viðnám jarðskauta útfrá öryggissjónarmiðum ekki aðalatriðið svo lengi sem snertispenna er innan hættumarka.
HMS, í samstarfi við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila, hefur útbúið verklýsingu og og stuðningsskjöl sem eru leiðbeinandi um hönnun/útreikninga, mælingar og eftirlits með jarðskautum, til að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt og snerti- og skrefspennur séu innan hættumarka. Þessar leiðbeiningar eru settar fram til að auðvelda eftirfylgni og skýra aðferðafræði í samræmi við ÍST EN 50522:2022, Jarðtenging háspennuvirkja fyrir riðspennu yfir 1 kV.
Skjölin eru nánar tiltekið:
Skjölin eru öllum aðgengileg hér á heimasíðu HMS. Þeim tilmælum verður beint til rafveitna að styðjast við verklýsinguna, VL 3.030, við hönnun/útreikninga, mælingar og eftirlit með jarðskautum rafveitna.
Mannvirkjastofnun vonast til þess að þessi skjölun muni stuðla að auðveldari og markvissari skráningu og eftirliti með jarðskautskerfum og þar með stuðla að enn meira öryggi í raforkukerfum landsins.