Rafmagnsöryggi

Rafmagnsöryggi

Rafmagnsöryggi

Rafmagnsöryggi

Raf­veit­ur

Raf­veit­ur

Hlutverk rafveitna er að afla, flytja, dreifa og selja orku í landinu. Rafveitur bera ekki lengur ábyrgð á rafmagnseftirliti raflagna í neysluveitum (húsum) í landinu, það er nú í höndum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rafveitur bera eftir sem áður ábyrgð á eftirliti með sínum eigin virkjum.

Í verklýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VL 3.026 Upplýsingagjöf rafveitna vegna innri og ytri skoðana Raforkuvirkja, og  VL 3.027 Upplýsingaflæði milli rafveitu, skoðunarstofu og HMS, er að finna lýsingu á lögbundinni upplýsingagjöf til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Hér má finna lista yfir ábyrgðamenn rafveitna sem hafa fengið heimild til spennusetningar og reksturs.

Ný rafveita þarf að fá viðurkenningu HMS á öryggisstjórnunarkerfi sínu til þess að henni sé heimilt að tengjast raforkunetinu. Í verklýsingu VL 3.028 Setning rafveitu, staðfesting ábyrgðarmanns og viðurkenning á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu, er því lýst hvernig beri að standa að setningu nýrrar rafveitu.

Flokk­un raf­veitna, ár­leg skil upp­lýs­inga og skoð­un­ar­skyld­ur.

Í skoðunarreglum er að finna enn nákvæmari lýsingu á kröfum til öryggisstjórnunarkerfa undir eftirtöldum gátorðum:

Leið­bein­ing­ar við rekst­ur raf­orku­virkja