Gögn og mælaborð

Gögn og mælaborð

Leigu­samn­ing­ar eft­ir lands­hlut­um

Leigu­samn­ing­ar eft­ir lands­hlut­um

Á meðfylgjandi súluriti má sjá fjölda leigusamninga sem taka gildi og falla úr gildi í hverjum mánuði eftir landshlutum frá júnímánuði 2023.

Gögnin eru uppfærð vikulega á hverjum föstudegi.

  • „Allt landið“ tekur til allra leigusamninga sem hafa skráð heimilisfang í Leiguskrá*
  • „Höfuðborgarsvæðið“ tekur til leigusamninga í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi
  • „Nágrenni höfuðborgarsvæðisins“ tekur til leigusamninga í Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Sveitarfélaginu Vogum, Suðurnesjabæ, Akraneskaupstað, Hveragerðisbæ, Sveitarfélaginu Árborg og Sveitarfélaginu Ölfusi.
  • „Akureyri“ tekur til leigusamninga í Akureyrarbæ.
  • „Annað á landsbyggð“ tekur til leigusamninga í öllum sveitarfélögum á landsbyggðinni, að Akureyrarbæ frátöldum.

Til viðbótar við samningana sem sýndir eru hér að ofan hefur Leiguskrá að geyma 10.797 leigusamninga með upphafsdag fyrir júnímánuð 2023 og 102 leigusamninga með upphafsdag fyrir júnímánuð 2023.

*Leigusamningar sem eru í Leiguskrá en innihalda ekki heimilisfang koma ekki fram í heildarfjölda leigusamninga um allt landið í myndinni hér að ofan.