Gögn og mælaborð

Gögn og mælaborð

Töl­fræði úr raf­magns­skoð­un­um

Töl­fræði úr raf­magns­skoð­un­um

Hér eru upplýsingar um helstu athugasemdir sem hafa komið fram við skoðanir á nýjum verkum hjá löggiltum rafverktökum og í skoðunum á neysluveitum í rekstri. Um er að ræða úrtaksskoðanir þar sem hluti raflagna mannvirkis er skoðað og athugasemdir geta því átt við fleiri ein eitt tilvik í hverri skoðun fyrir sig.

Alvarleiki athugasemda er skipt í þrjá flokka:

  • 1. flokkur: Frágangur, efni og/eða búnaður er ekki samkvæmt reglum en ekki er talin stafa hætta af raforkuvirkinu.
  • 2. flokkur: Talið er að snerti- og/eða brunahætta geti stafað af raforkuvirkinu, m.a. vegna þess að frágangur, efni og/eða búnaður er ekki samkvæmt reglum, eða búnað vantar.
  • 3. flokkur: Mikil hætta er talin stafa af raforkuvirkinu út frá snerti- og/eða brunahættu, m.a. vegna þess að frágangur, efni og/eða búnaður er ekki samkvæmt reglum, eða búnað vantar.