25. ágúst 2025

Fyrirtækjum í byggingariðnaði fjölgar milli ára

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Fyrirtækjum í byggingariðnaði fjölgaði á fyrri hluta þessa árs. Þetta má lesa út úr tölum Hagstofu um nýskráningar og gjaldþrot fyrirtækja í atvinnurekstri. 

Færri fyrirtæki urðu gjaldþrota á fyrri hluta ársins eða 135 samanborið við 145 fyrirtæki sem urðu gjaldþrota á fyrri hluta ársins 2024. Nýskráningar voru álíka margar í fyrra eða 283 talsins. 

Nýskráningar umfram gjaldþrot voru því 147 á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 138 á sama tíma í fyrra. Fjölgun fyrirtækja bendir til þess að töluverð virkni sé enn í greininni en hlutfall lausra starfa í hagkerfinu er hæst í byggingariðnaði.  

Gjaldþrot og nýskráningar fyrirtækja

Um ein af hverj­um sex ný­skrán­ing­um fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­iðn­aði

Á fyrri hluta þessa árs voru nýskráð 1.765 fyrirtæki í atvinnurekstri. Þar af voru flestar nýskráningar í byggingarstarfsemi, eða 282, sem jafngildir um einni af hverjum sex nýskráningum allra fyrirtækja í hagkerfinu.  Lesa má nánar um þróun í byggingariðnaði í nýjustu mánaðarskýrslu HMS sem kom út í síðustu viku. 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS