Rafbílar

Rafbílar

Rafbílar

Rafbílar

Raf­hlöð­ur

Raf­hlöð­ur

Rafbíll er með margskonar stýringu á rafhlöðu bílsins til að tryggja endingu hennar og virkni. Það fer betur með endingu Li-ion rafhlaða, sem eru í flestum rafbílum, að hlaða þær ekki að fullu (100%) á hverjum degi. Almennt ætti ekki að vera þörf á að hleðslubúnaður einstaklinga miðist við að hægt sé að hlaða bílinn að fullu yfir nótt. Notendur gætu þó viljað hafa þann möguleika til staðar vegna aukinnar notkunar. Það hægist á hleðslu rafhlaða þegar þær eru komnar upp í 80-90% af fullri hleðslu.

Rafhlöður geyma rafmagn með jafnstraumi (DC). Venjulegt húsarafmagn er hins vegar með riðstraumi (AC) og því þarf straumbreyti sem er í bílnum til að breyta yfir í jafnstraum rafhlöðunnar. 

Hraðhleðslustöðvar hlaða með jafnstraumi (DC) beint inn á rafhlöðu bílsins.

Nokkrir punktar um hleðslu rafbíla:

  • Hleðslutími fer eftir hleðslugetu bílsins annars vegar og hleðslugetu tengipunktar (hleðslustöðvar) hins vegar, hvort sem er meira takmarkandi.
  • Í nýrri bílum með rafhlöður sem eru 40kWh eða stærri þarf venjulega ekki að hlaða rafhlöðuna að fullu (100%) til að anna notkun dagsins. Nægjanlegt ætti að vera að hlaða slíka rafhlöðu að fullu tvisvar til þrisvar í viku.
  • Með 7kW hleðslugetu tengipunktar (hleðslustöðvar) tekur um 9 tíma að hlaða að fullu rafmagnsbíl með 60kWh rafhlöðu. Það er því hægt að fullhlaða slíkan bíl (0-100%) yfir nótt.
  • Með hraðhleðslu er hægt að fá 150km drægni á 30 mínútum.