Fagaðilar í mannvirkjagerð

Fagaðilar í mannvirkjagerð

Fagaðilar í mannvirkjagerð

Fagaðilar í mannvirkjagerð

Í stað eldri byggingarstiga sem skráð hafa verið með númerunum 1-7 eru ný byggingarstig einkennd með bókstaf og tölustaf; B1, B2, B3 og B4.

Þessi háttur er hafður á til að koma í veg fyrir að hægt sé að lesa og misskilja eldri skráningu, t.d. að eldri skráning á byggingarstigi 4 sé misskilin sem ný skráning á byggingarstigi B4.

Eftir breytingu verður skráningin byggingarstiga eftirfarandi:

KóðiSkilgreiningLýsing
B1ByggingarleyfiDagsetning miðast við útgáfu byggingarleyfis leyfisveitenda
B2Fokheld byggingDagsetning miðast við úttekt á fokheldi – ef hún er ekki gerð miðast við skoðun á eigninni
B3Fullgerð bygging að utan og tilbúin til innréttingarDagsetning miðast við skoðun á eigninni
B4Fullgerð byggingDagsetning miðast við skoðun/lokaúttekt á eigninni af hálfu viðkomandi yfirvalds

Byggingarfulltrúi og skoðunarmenn stýra eftirliti með framkvæmdum skv. ferlum og verklagi viðkomandi sveitafélags og uppfæra skráð byggingarstig í kerfum HMS til samræmis við raunverulega framvindu framkvæmda.

Að vanda er starfsfólk HMS reiðubúið til leiðsagnar og aðstoðar sé þess óskað hms@hms.is.

Eldra byggingarstigÍST51:2021
1B1
2B1
3B1
4B2
5B3
6B3
7B4

Aðilar sem hafa aðgang að prófunarumhverfi HMS geta frá og með fimmtudeginum 16. nóvember prófað hvort eftirfarandi vefþjónustur virki.

SvcFasteignaskra_0301

SvcFasteignaskra_0303

SvcFasteignaskra_0402

SvcFasteignaskra_0403

Ef aðilar telja þörf fyrir samstarf um einstakar prófanir á móti kerfum HMS er hægt að senda beiðni um slíkt til hms@hms.is