Samningur um greiðslu vanskila​

Hjá HMS er hægt er að gera samning um greiðslur vanskila og greiða mánaðarlega greiðslur að viðbættum vanskilum til 12 mánaða að jafnaði.

Hægt er að óska eftir samningi um greiðslu vanskila sé löginnheimta ekki hafin með sendingu nauðungarsölubeiðni til sýslumanns.  Markmið vanskilasamninga, sem eru frjálsir samningar milli lántakanda og HMS, er að gera umsækjanda kleift að greiða niður vanskil og koma láni/lánum í skil. 

Helstu upp­lýs­ing­ar

Sótt er um gerð vanskilasamnings með því að:

  • Senda tölvupóst á innheimta@hms.is – með upplýsingum um:​
    - Nafn og kt lántakanda​
    - Nafn og kt greiðanda (ef annar en lántakanda) með umboð​
    - Gjalddaga hvers mánaðar​
    - Fjölda mánaða í samning
  • Hafa samband við ráðgjafa í síma 440-6400.​
  • Koma í afgreiðslu HMS í Borgartúni 21, Reykjavík.