Frá því að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sendir nauðungarsölubeiðni til sýslumanns, og þar til að samþykkisfrestur er liðinn, er HMS heimilt að afturkalla beiðnina ef viðskiptavinur greiðir minnst 50% allra vanskila fyrir viðkomandi fasteign enda komi beiðni um það frá honum.

 Beiðnum um afturköllun á nauðungarsölubeiðni verður þó að jafnaði hafnað ef:

  • Viðkomandi hefur áður fengið afturköllun á uppboðsmáli og ekki gert samning um uppgjör eftirstöðva vanskila eða ekki staðið við slíkan samning.
  • Viðkomandi býr ekki í eigninni.
  • Erfitt hefur reynst að birta greiðsluáskorun.

Athygli er vakin á því að ef aðrir gerðarbeiðendur eru með nauðungarsölubeiðni inni hjá sýslumanni þá er ekki nægjanlegt að einn kröfuhafi afturkalli beiðnina sína heldur verða allir að gera það til að nauðungarsöluferlið falli niður

 

Óskað er eftir afturköllun á nauðungarsölubeiðni með því að:

  • Senda erindi á netfangið innheimta@hms.is 
  • Hafa samband við ráðgjafa í síma 440-6400
  • Koma í afgreiðslu HMS í Borgartúni 21, Reykjavík