Frestun greiðslna, skuldbreyting eða lenging lána

Ef greiðsluerfiðleikar stafa af óvæntum, tímabundnum erfiðleikum vegna veikinda, slysa, atvinnuleysi eða af öðrum ófyrirséðum atvikum geta viðskiptavinir sótt um skuldbreytingu vanskila, lengingu lánstíma og/eða tímabundna frestun á greiðslum á lánum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 

Smelltu hér til að sækja um lausnir vegna tímabundins greiðsluvanda

Smelltu hér til að sækja um lausnir vegna tímabundins greiðsluvanda

Þessum úrræðum getur verið beitt saman. Sem dæmi er hægt að bæta vanskilum við höfuðstól lánsins og fresta greiðslum af láni á meðan á tímabundnum vanda stendur. Mikilvægt er að nýta frestunarúrræðið hóflega því greiðslur eru hærri eftir frestun. ​

Frestunarúrræðinu er jafnan beitt í eins stuttan tíma og mögulegt er og ef umsækjandi hefur fleiri lán hjá HMS er reynt að beita því ekki á öll lánin til að auka líkur á varanlegri lausn á vandanum.

Skilyrði greiðsluerfiðleikaaðstoðar eru eftirfarandi: ​

  1. Að greiðsluerfiðleikar stafi af óvæntum tímabundnum erfiðleikum vegna veikinda, slysa, skertra tekna, atvinnuleysi eða af öðrum ófyrirséðum atvikum. ​
  2. Að aðrir lánardrottnar umsækjanda samþykki einnig að veita aðstoð. ​
  3. Að greiðslubyrði umsækjanda samkvæmt greiðslumati sé umfram greiðslugetu eða fyrirséð er að svo verði. ​
  4. Að greiðslubyrði umsækjanda eftir skuldbreytingu og/eða frestun á greiðslum og/eða lengingu lánstíma rúmist innan greiðslugetu

Smelltu hér til að sækja um lausnir vegna tímabundins greiðsluvanda

Smelltu hér til að sækja um lausnir vegna tímabundins greiðsluvanda