2. júlí 2025

Ný kennslubók um gróðurelda gefin út

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út nýja og uppfærða kennslubók um gróðurelda, sem er nú aðgengileg á vefnum Gróðureldar. Bókin er ætluð slökkviliðum landsins og öllum þeim sem koma að forvörnum, skipulagi eða viðbrögðum vegna gróðurelda.

Kennslubókin byggir á sænsku kennslubókinni um gróðurelda, Vägledning i skogsbrandsläckning (2. og 3. útgáfa, MSB, 2020; 2022), auk þess sem stuðst var við eldri kennslubók Brunamálastofnunar frá 2009.

Gróðureldar - forvarnir, viðbúnaður og viðbrögð

Nýj­ar áskor­an­ir vegna gróð­ur­elda á Ís­landi

Vegna breytinga á veður- og gróðurfari sem og landnýtingu undanfarna áratugi hefur orðið aukin tíðni stórra gróðurelda á Íslandi. Því er mikilvægt að halda áfram að byggja upp þekkingu á gróðureldum og slökkvistarfi vegna þeirra. HMS vonast til þess að kennslubókin komi að góðum notum jafnt fyrir slökkviliðsmenn sem og aðra sem koma að þessu viðfangsefni, hvort sem það er með skipulagi landssvæða eða beinu slökkvistarfi.

Sam­vinna margra fag­að­ila

Margir hafa lagt útgáfunni lið með því að bæta við efni um íslenskar aðstæður og lesa yfir textann. Verkefnisstjórn HMS þakkar höfundi sænsku kennslubókarinnar og öllum aðilum sem komu að útgáfunni fyrir aðstoðina og mikilvægt framlag í þágu forvarna. Við þökkum Brunabótafélagi Íslands sérstaklega fyrir góðan stuðning við útgáfu bókarinnar.  Ritstjórn texta var í höndum fulltrúa Félags slökkviliðsstjóra, Skógræktarinnar, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Verkís. Ritun efnis var í höndum ritstjórnar, fulltrúa Brunavarna Árnessýslu, Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, Skógræktarinnar, Skipulagsstofnunar, Veðurstofu Íslands, Landhelgisgæslunnar, Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Brunavarna Borgarbyggðar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Leitað var auk þess til fjölda álitsgjafa vegna efnis kennslubókarinnar.

(Ljósmynd með frétt: Ingibergur Þór Jónsson)

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS