Svanurinn

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna en sótt er um vottunina á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Svanurinn hefur vottað byggingar á Norðurlöndunum síðan 2009 en Visthúsið í Urriðaholti (visthus.is) er fyrsta íslenska íbúðahúsið til að hljóta slíka vottun. Fyrsta Svansvottaða fjölbýlishúsið er hin svokallaða IKEA blokk (smaibudir.is) sem staðsett er í sama hverfi.

Einnig má geta þess að í september 2020 fengu Reitir fasteignafélag fyrstu Svansvottunina fyrir endurbætur húsnæðis á Norðurlöndunum og var það vegna endurnýjunar á húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut. Þá má ekki gleyma að nefna að í september 2019 undirrituðu Sigtún þróunarfélag og Umhverfisstofnun samning um Svansvottun á byggingum í nýjum miðbæjarkjarna á Selfossi. Er það fyrsta samkomulag hérlendis um Svansvottun á þyrpinguhúsa. Að lokum er vert að líta til framkvæmda Kópavogsbæjar vegna nýrrar byggingar fyrir Kársnesskóla, en ef fram heldur sem horfir þá verður hann fyrsti skólinn á landinu til að hljóta Svansvottun.

Frekari upplýsingar um Svaninn má nálgast á Svanurinn.is.