Vistvæn mannvirki

Loftslagsáhrif byggingariðnaðarins er alþjóðlegt viðfangsefni en á heimsvísu er talið að 30-40% af heildarlosun koltvísýrings komi frá mannvirkjagerð.

Þá er byggingar- og niðurrifsúrgangur tæplega helmingur alls úrgangs sem myndast á Íslandi.

Umhverfisáhrifin eru þó ekki eina ástæðan fyrir því að við ættum að huga að vistvænum áherslum í bygginga- og mannvirkjagerð. Áhrifin gæta líka í efnahagslegu og heilsufarslegu tilliti. 

Það verður sífellt auðveldara að velja umhverfisvæna kosti í byggingarframkvæmdum, hvort sem um er að ræða stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklinga. Vistvæn byggingarefni, minni sóun, bætt flokkun á byggingar- og niðurrifsúrgangi, betri orkunýting og reglulegt viðhald eru meðal þess sem hægt er að líta til í því sambandi.

Margt smátt gerir eitt stórt!

Af hverju að byggja vist­vænt?

Finna má umhverfislega, efnahagslega og heilsufarslega hvata fyrir því að byggja vistvænt.