Einkenni sjálfbærrar byggingar

Grænni byggð er samstarfsvettvangur fagaðila og áhugafólks um auknar umhverfisáherslur í byggingariðnaði og skipulagi. Eitt helsta hlutverk félagasamtakanna er að veita fræðslu og miðla upplýsingum sem stuðla að sjálfbærni og grænum áherslum í uppbyggingu.

Á Graenni­byggd.is kem­ur fram að eft­ir­far­andi þætt­ir ein­kenni sjálf­bæra bygg­ingu:

  • Hún er endingargóð og sveigjanleg.
  • Hún er hönnuð með líftíma byggingar í huga hvað varðar umhverfisáhrif og heildarkostnað.
  • Hún nýtir rými á hagkvæman hátt.
  • Hún tryggir heilnæmt inniloft, lýsingu og hljóðvist.
  • Hún veldur minni úrgangi á byggingartíma og í rekstri.
  • Hún er byggð úr vistvænum byggingarefnum.
  • Hún nýtir vel orku, vatn og aðrar auðlindir.
  • Hún stuðlar að vistvænum samgöngum og aðgengi fyrir alla.
  • Hún fellur vel að aðliggjandi náttúru og byggð.
  • Hún stuðlar að vistvænum og hagkvæmum rekstri.

Grænni byggð

Grænni byggð