Stofnframlög

Stofnframlög

Stofnframlög

Stofnframlög

Mat á um­sókn­um

Mat á um­sókn­um

Þegar umsóknarfresti lýkur hefst efnislegt mat á innsendum umsóknum sem uppfylla kröfur um skil á gögnum. Umsóknum sem ekki uppfylla kröfur um gagnaskil er hins vegar vísað frá í viðkomandi úthlutun.

Við mat á umsóknum er lögð sérstök áhersla á nýbyggingar og fjölgun leiguíbúða á svæðum þar sem þörf er fyrir leiguíbúðir fyrir leigjendur undir tekju– og eignamörkum. Þegar ekki er unnt að veita stofnframlag til allra umsækjenda metur HMS á hvaða svæði þörf á leiguhúsnæði fyrir efnaminni leigjendur er mest. 

 

Um er að ræða yfirgripsmikið mat þar sem m.a. er farið yfir eftirfarandi þætti: 

  • Hvort umsókn samræmist ákvæðum laga og reglugerða.
  • Hvort húsnæði sem á að byggja eða kaupa teljist hagkvæmt og uppfylli þarfir íbúa þannig að ásættanlegt sé.
  • Hvort verið sé að nýta hagkvæmar og hugvitsamlegar lausnir í því skyni að lækka byggingarkostnað.
  • Hvort framkvæmdaáætlun sé raunhæf og hvenær hinar almennu íbúðir verði teknar í notkun. 
  • Hvort byggingarkostnaður íbúða sé í samræmi við eðlilegan byggingarkostnað og hvort hann uppfylli skilyrði um hámarksbyggingarkostnað skv. reglugerð.
  • Hvort hlutfall sameignar í byggingu sé eðlilegt miðað við fyrirhuguð not húsnæðis.
  • Hvort þörf sé fyrir leiguhúsnæði fyrir efnaminni leigjendur á viðkomandi svæði.
  • Hvort stuðlað sé að fjölbreyttri samsetningu íbúa og félagslegri blöndun.
  • Raunhæfni viðskiptaáætlunar og hvort  fjármögnun hafi verið tryggð með fullnægjandi hætti.
  • Hvort áætlað leiguverð sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung heildartekna.

Við mat á umsóknum er HMS jafnframt heimilt að taka mið af byggðasjónarmiðum, almenningssamgöngum á viðkomandi svæði, efnahagslegum aðstæðum í samfélaginu og áhrifum byggingarstarfsemi á samfélagið og hagkerfið.

Meiri upp­lýs­ing­ar tengt mati á um­sókn­um: