Stofnframlög

Stofnframlög

Stofnframlög

Stofnframlög

Að sækja um stofn­fram­lög

Að sækja um stofn­fram­lög

Umsóknarform fyrir stofnframlög ríkisins verður aðgengilegt á heimasíðu HMS um leið og auglýst hefur verið eftir umsóknum um stofnframlög. Sótt er um stofnframlög ríkisins með því að fylla út umsóknarformið ásamt því að skila inn öðrum viðhengjum í gengum umsóknarformið á heimasíðu HMS. 

Það er lykilatriði að fylla út umsóknarformið og skila nauðsynlegum fylgigögnum því það hefur áhrif á mat á umsókn og getur haft áhrif á forgangsröðun. 

Meiri upp­lýs­ing­ar

Þegar um er að ræða umsókn um stofnframlag til byggingar á íbúðum þarf hún að einskorðast við eina tiltekna byggingarframkvæmd. Sé ætlunin að sækja um stofnframlag til byggingar á íbúðum í fleiri en einni byggingu er nauðsynlegt að aðskilja verkefnin og senda inn umsókn fyrir hvert og eitt byggingarverkefni.   

Þá er einnig mikilvægt, ætli umsækjandi að sækja um stofnframlag bæði vegna nýbyggingar og fyrirhugaðra kaupa, að senda inn tvær aðskildar umsóknir. Í því samhengi er hins vegar bent á að fyrirhuguð kaup á ákveðnum fjölda íbúða í sama sveitarfélaginu myndi teljast sem eitt verkefni.

Frestur til að skila inn umsókn er almennt um um 30 dagar frá því að opnað er fyrir umsóknir en fresturinn er nánar tilgreindur í auglýsingu hverju sinni.