Löggilding rafverktaka

Einungis þeir sem hlotið hafa löggildingu HMS til rafvirkjunarstarfa mega bera ábyrgð á hvers konar vinnu við raflagnir, nýlögnum, breytingum og viðgerðum. Rafverktakar sem löggiltir eru af HMS starfa eftir skilgreindu öryggisstjórnunarkerfi til að tryggja eins og hægt er að starfsemi þeirra sé samkvæmt öryggiskröfum laga og reglugerða þannig að kröfum um gæði vinnu og öryggi búnaðar, sem gerðar eru í samræmi við lög og reglugerðir, sé fullnægt.

Lög­gild­ing­ar­flokk­ar raf­verk­taka eru þrír:

Starfsemi
Löggilding rafverktaka er tengd því fyrirtæki sem hann starfar við. Aðeins einn löggiltur rafverktaki skal, að öðru jöfnu, bera ábyrgð á hverju rafverktakafyrirtæki. Heimilt er þó fyrirtækjum að hafa fleiri en einn löggiltan rafverktaka, ef verk- og ábyrgðarsvið þeirra eru skýrt aðgreind. Löggiltur rafverktaki verður að hafa skilgreinda stöðu innan fyrirtækis.

Aðstaða
Fyrir starfsemi sína skal rafverktaki hafa yfir að ráða aðstöðu sem viðurkennd er af Vinnueftirliti ríkisins. Rafverktaki skal framvísa vottorði Vinnueftirlits ríkisins um að aðbúnaður hans sé skv. gildandi lögum og reglugerðum, sé þess óskað.

Öryggisstjórnun
Rafverktaka ber að koma sér upp skilgreindu öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt VLR 3.010 Öryggisstjórnun rafverktaka, þannig að tryggt sé að öll hans starfsemi sé samkvæmt reglum.

Gjald fyrir útgáfu löggildingar
Gjald fyrir útgáfu löggildingar er 12.000 kr. Gjald þetta rennur í ríkissjóð í samræmi við ákvæði laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.