Hlutdeildarlán

Hlut­deild­ar­lán er úr­ræði fyr­ir tekju- og eigna­minni ein­stak­linga

Lán­inu er ætl­að að hjálpa fyrstu kaup­end­um und­ir ákveðn­um tekju­mörk­um að brúa bil­ið við fast­eigna­kaup.

Dæmi:

  • Kaupandi leggur fram a.m.k. 5% kaupverðs í útborgun.
  • Kaupandi tekur húsnæðislán fyrir 75% kaupverðs.
  • HMS veitir kaupanda hlutdeildarlán fyrir allt að  20% kaupverðs.

Lántakandi leggur fram eigið fé sem þarf að vera að lágmarki 5%. Sé eigið fé meira en 6,5% kemur það sem umfram er til lækkunar á hlutdeildarláninu.

Lán sem kemur á undan hlutdeildarláni í veðröð skal við lántöku nema að hámarki kaupverði íbúðarhúsnæðisins að frádregnu hlutdeildarláni og eigin fé umsækjanda.

Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni en lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Hlutdeildarlánið er veitt til 10 ára en heimilt er að framlengja lánstímann um fimm ár í senn, mest til 25 ára alls. Hlutdeildarlánið fylgir verðbreytingu eignarinnar og hækkar því og lækkar í samræmi við það.

Reiknivél hlutdeildarlána

Reiknivél hlutdeildarlána

HMS úthlutar hlutdeildarlánum 12 sinnum á ári

Miða skal við að sex úthlutanir fari fram á tímabilinu 1. janúar – 30. júní og sex úthlutanir fari fram á tímabilinu 1. júlí – 31. desember.

Gert er ráð fyrir einu úthlutunartímabili í hverjum mánuði og stefnir HMS á að taka hverja umsókn til vinnslu innan viku frá því hún berst.

Umsóknir um hlutdeildarlán eru á island.is

Umsóknir um hlutdeildarlán eru á island.is

Hvaða íbúð­ir falla und­ir Hlut­deild­ar­lán?

Hlutdeildarlán eru eingöngu veitt til kaupa á nýjum íbúðum sem samþykktar eru af HMS á grundvelli samnings HMS og byggingaraðila.

Þó er undantekning að heimilt er að lána hlutdeildarlán vegna kaupa á eldri íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Eldri íbúð verður að hafa hlotið gagngerar endurbætur þannig að jafna megi ástandi hennar við ástands nýrrar íbúðar og þarf HMS að staðfesta að svo sé.

Umsækjanda er heimilt að festa kaup á íbúðarhúsnæði með einu auka svefnherbergi umfram þarfir fjölskyldunnar. Við mat á fjölskyldustærð skal, auk umsækjanda, líta til fjölda barna eða ungmenna undir 20 ára aldri sem er á framfæri umsækjanda eða býr á heimilinu.

Horft er til sérstakra aðstæðna umsækjanda eða fjölskyldu hans þegar þörf er á auka herbergi fyrir aðstoðarfólk vegna fötlunar.

Íbúðir sem hlutdeildarlán verða veitt til kaupa á þurfa að uppfylla skilyrði um stærðar- og verðmörk og vera samþykktar af HMS.

Með því að haka í hlutdeildarlán undir nánari leitarskilyrði, á vefnum fasteignir.is, er hægt að leita eftir íbúðum sem falla undir skilyrði fyrir hlutdeildarlán, sjá hér.

Um stærðar- og verðmörk íbúða gildir eftirfarandi:

Fyr­ir hverja eru Hlut­deild­ar­lán?

Hlutdeildarlán er úrræði sem hjálpar þeim sem þurfa aðstoð við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem falla þar undir eru fyrstu kaupendur og þeir sem ekki hafa átt fasteign sl. fimm ár sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Þannig hjálpar Hlutdeildarlán einstaklingum/hjónum/sambúðarfólki að byggja upp eigið fé og komast í eigið húsnæði.

Hlutdeildarlán er fyrir þá sem geta greitt af íbúðaláni og standast greiðslumat en eiga þó ekki fyrir útborgun án aðstoðar. Þá mega afborganir af fasteignarláni ekki fara yfir 40% af ráðstöfunartekjum.

Gerð er krafa um að lántaki/lántakar eigi lögheimili í íbúðarhúsnæðinu sem keypt var með hlutdeildarláni á meðan eignin er fjármögnuð með hlutdeildarláni og óheimilt er að leigja það út nema með samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.  (sjá nánar í spurt og svarað)

Umsækjendur þurfa að vera undir ákveðnum tekjumörkum til að fá 20% Hlutdeildarlán. Umsækjendur sem fá 20% hlutdeildarlán þurfa að standast greiðslumat fyrir að minnsta kosti 75% láni til allt að 25 ára. Þó er heimilt að lengja lánstíma umfram 25 ár, enda sé lánið óverðtryggt og að undanfenginni ráðgjöf frá HMS.

Um­sækj­end­ur með enn lægri tekj­ur geta feng­ið allt að 30% Hlut­deild­ar­lán

 Heimilt er að veita þeim sem ekki standast greiðslumat fyrir 75% láni allt að 30% hlutdeildarlán, enda standist umsækjendur greiðslumat fyrir a.m.k. 65% láni.

Hlutfall hlutdeildarláns skal miðast við þörf umsækjanda að teknu tilliti til greiðslugetu hans, eigin fjár og lánveitingar á fyrsta veðrétti.

Ekki skal veitt hærra hlutdeildarlán en þörf er á til að umsækjandi geti fjármagnað kaup á íbúðarhúsnæði með hlutdeildarláni

Dæmi um end­ur­greiðslu Hlut­deild­ar­láns

Lántaki endurgreiðir hlutdeildarlánið þegar hann selur íbúðina, eða við lok lánstíma, og fer endurgreiðslufjárhæðin eftir markaðsverði eignar við endurgreiðslu. Hlutdeildarlánið fylgir því verðþróun eignar.

Íbúð sem var keypt á 40 milljónir með 20% hlutdeildarláni sem var 8 milljónir:

  • Ef sama eign hefur hækkað og kostar við endursölu 45 milljónir, hækkar hlutdeildarlánið í samræmi við það og fer upp í 9 milljónir.
  • Ef sama eign hefur lækkað og kostar við endursölu 35 milljónir, lækkar hlutdeildarlánið í samræmi við það og fer niður í 7 milljónir

Spurt og svar­að um Hlut­deild­ar­lán

Upp­lýs­ing­ar fyr­ir bygg­ing­ar­að­ila

Byggingaraðilar skrá sig hjá HMS og fá forsamþykki um að hagkvæm íbúð í byggingu uppfylli skilyrði fyrir veitingu Hlutdeildarlána.

Hér fyrir neðan er lýsing á ferlum við annars vegar samþykki HMS á íbúðabyggingum í Hlutdeildalánakerfið og hins vegar lánveitingu Hlutdeildarlána.

Skráning byggingaraðila til samstarfs við HMS vegna hlutdeildarlána

Hér skrá byggingaraðilar sig til samstarfs við HMS vegna bygginga íbúða sem uppfylla skilyrði þess að fá hlutdeildarlán skv. VI. Kafla A laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og reglugerð nr. 1084/2020 um hlutdeildarlán. Til að hefja samstarf er nægjanlegt að senda okkur vefpóst.

Skráning byggingaraðila til samstarfs við HMS vegna hlutdeildarlána

Hér skrá byggingaraðilar sig til samstarfs við HMS vegna bygginga íbúða sem uppfylla skilyrði þess að fá hlutdeildarlán skv. VI. Kafla A laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og reglugerð nr. 1084/2020 um hlutdeildarlán. Til að hefja samstarf er nægjanlegt að senda okkur vefpóst.