Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Mannauðsstefna
Mannauðsstefna
Mannauðsstefnan á við um allt starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og á við á öllum starfsstöðvum stofnunarinnar. Hún er í samræmi við jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og eru þær endurskoðaðar á tveggja ára fresti hið minnsta. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á því að mannauðsstefnan sé kynnt fyrir starfsfólki og að hún sé aðgengileg á innri vef stofnunarinnar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber ýmsar skyldur sem snúa að starfsfólki, einkum er varðar aðbúnað, laun, starfskjör og önnur réttindi sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, lögum um tekjuskatt, lögum um tekjustofna sveitarfélaga, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um orlof, lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Það er mikilvægt verkefni stofnunarinnar að uppfylla þær skyldur í hvívetna.
Áherslur og tækifæri
Við bjóðum starfsmönnum uppá hvetjandi vinnuumhverfi þar áhersla er lögð á frumkvæði og nýsköpun. Allir fá áskoranir við hæfi og tækifæri til að hafa áhrif.
Þekking og starfsþróun
Starfsfólk okkar býr yfir faglegri þekkingu og reynslu á þeim sviðum sem það starfar á og nýtir tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar.
Starfsánægja
Allir starfsmenn eru meðvitaðir um sinn þátt í að viðhalda ánægju á vinnustaðnum og leggja sitt af mörkum. Hér ríkir góður starfsandi og starfsmenn vinna sem ein liðsheild.
Jöfnuður
Við leggjum ríka áherslu á jöfnuð og að allir starfsmenn fái notið sín í starfi án tillits til kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, trúar, eða annarra persónu-bundinna þátta. Einelti, ofbeldi eða kynferðisleg áreitni er ekki látin viðgangast.
Heilsa og öryggi
Vinnuumhverfið okkar er heilsusamlegt og öruggt. Við tryggjum að aðbúnaður starfsfólks sé eins og best er á kosið. Við leggjum áherslu á jafnvægi og að starfsfólk geti hlúð að eigin heilsu og samræmt vinnu og einkalíf.
Samskipti
Við leggjum áherslu á opin og árangursrík samskipti. Stjórnendur og starfsfólk veita styrkjandi og eflandi endurgjöf sem stuðlar að auknum árangri og vexti.