Vinnustaðurinn
Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu.
Okkar hlutverk er að:
- Vernda líf og heilsu, eignir og umhverfi með því að tryggja virkt eftirlit með gæðum og öryggi í mannvirkjagerð, brunavörnum, minnkun vistspors og réttleika skráningar fasteigna.
- Tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu.
- Stuðla að stöðugleika og virkni á húsnæðismarkaði með greiningum á íbúðaþörf, birtingu rauntímaupplýsinga og áreiðanlegu fasteignamati.
Stofnunin hefur aðsetur á þremur stöðum, Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hlaut jafnlaunavottun árið 2018 og ber því stolt jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.10/2008. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.
Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er það kappsmál að við launaákvarðanir ekki sé mismunað á grundvelli kyns, aldurs, uppruna eða annarra þátta.