Byggjum grænni framtíð

Byggjum grænni framtíð (BGF) er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Á heimasíðu BGF er að finna allar upplýsingar um verkefnið.

Veg­vís­ir að vist­vænni mann­virkja­gerð 2030

Fyrsti fasi verkefnisins, sem unninn var frá september 2020 til maí 2022, fólst í að meta árlega losun mannvirkjageirans, setja markmið um að draga úr þeirri losun til ársins 2030 og skilgreina aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Niðurstöður þeirrar vinnu eru birtar í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030, sem skiptist í þrjá útgáfuhluta.

Að­gerð­ar­á­ætl­un - 74 að­gerð­ir

Tillögur að aðgerðum til að minnka losun og umhverfisáhrif byggingariðnaðarins hafa verið lagðar fram í sex efnisflokkum en sjá má lykilatriði úr aðgerðum hvers flokks hér fyrir neðan. Betri yfirsýn yfir aðgerðirnar má nálgast í III. hluta vegvísisins, en dýpri umfjöllun um hverja og eina aðgerð má finna í aðgerðaáætluninni sem er sett fram í II. hluta vegvísisins. 

Eftir útgáfu allra þriggja hlutanna af Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 hófst næsti fasi samstarfsverkefnisins; að innleiða aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætluninni. Aðgerðirnar eru 74 talsins, en við útgáfu vegvísisins í júní 2022 voru 23 þegar komnar á framkvæmdastig. 

Hver og einn aðili innan virðiskeðjunnar getur og þarf einnig að taka þátt svo markmiðum um vistvænni mannvirkjagerð 2030 verði náð. Í aðgerðaáætluninni í II. hluta vegvísisins má finna dæmi um slíkar aðgerðir innan hvers flokks fyrir einstaka hópa hagaðila.

Miðað er við að losun mannvirkjageirans verði metin á ný fyrir lok ársins 2024 og að markmið og aðgerðaáætlunin verði í framhaldinu endurskoðuð í samræmi við reynslu og nýjar upplýsingar varðandi vistvæna mannvirkjagerð. 

 

Tengiliðir

Þau sem eru áhugasöm um verkefnið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við: