Nýbyggingalán

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir lán til byggingar íbúða um land allt. Lánin eru jafngreiðslulán og geta verið verðtryggð eða óverðtryggð.

Við veitum óverðtryggð lán með föstum vöxtum til 3ja ára í senn og verðtryggð lán með föstum vöxtum til 5 ára í senn. Einnig er mögulegt að fá lán með föstum vöxtum út lánstímann. 

 

Einungis er veitt lán til íbúða sem ætlaðar eru til eigin nota. Óheimilt er að eiga fleiri en eina íbúð með láni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nema ef sérstakar aðstæður eiga við t.d. vegna atvinnu eða fjölskylduaðstæðna. 

Láninu má skipta í annars vegar frumbréf, sem gefa má út þegar byggingarkostnaður liggur fyrir við fokheldi og hins vegar viðaukabréf, eitt eða fleiri, þegar brunabótamat hefur verið gefið út. 

Lánið getur við fokheldi numið  allt að 80% af byggingarkostnaði fokheldrar íbúða, þó ekki umfram hámarks lánsfjárhæð. Heildar lánið, frumbréf og viðaukabréf, getur numið allt að 80% af byggingarkostnaði eða markaðsverði eignarinnar, þó ekki hærri fjárhæð en hámarkslánsfjárhæð segir til um. 

Lánsbeiðni skal leggja fram eigi síðar en einu ári frá útgáfu brunabótamats og eigi síðar en fimm árum frá dagsetningu fokheldisvottorðs. HMS er þó heimilt að gera undantekningar frá þessum tímamörkum við sérstakar aðstæður þar sem réttlætanlegt er að mati HMS að lengja frestinn.

Smelltu til að sækja um nýbyggingalán

Smelltu til að sækja um nýbyggingalán