Lán til einstaklinga

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir einstaklingum verðtryggð og óverðtryggð lán til kaupa, byggingar og endurbóta á íbúðum um land allt. Jafnframt geta þeir sem hafa skerta starfsorku, eru fatlaðir eða hreyfhamlaðir fengið aukalán komi til aukinn kostnaður vegna sérþarfa við kaup, byggingu eða breytingar á húsnæði.

Vissir þú þetta?

  • Ef þú gerir samning um greiðslu vanskila stöðvast innheimtuaðgerðir en lánin bera dráttarvexti á meðan á samningi stendur.​
  • Ef samþykkt er að fresta greiðslum, skuldbreyta vanskilum eða lengja lánstíma er skilmálum lánsins breytt. Til að skilmálum sé breytt þarf lánið að vera í skilum eða samþykkt er að bæta vanskilum við höfuðstól þannig að dráttarvextir reiknast ekki lengur og innheimtuaðgerðir stöðvast.​
  • Það er þinn hagur að nýta greiðslufrestun hóflega því greiðsla eftir greiðslufrestun er hærri en regluleg greiðsla áður en láninu var frestað.​
  • Ef vanskilum er bætt við höfuðstól hækkar lánið sem þeim nemur og regluleg greiðsla eftir að vanskilum er bætt við höfuðstól hækkar einnig.​
  • Lánalenging er eina úrræðið sem getur skilað lægri mánaðarlegri greiðslu en með lánalengingu eykst lánstími og fjöldi gjalddaga sem eftir er þannig að heildargreiðslur lánsins hækka. Skoðaðu áhrif lánalengingar með reiknivélinni Breyting á lánstíma.​
  • Við erum með reiknivélina Bera saman lánakosti sem einfaldar þér að reikna alla lánakosti í boði á markaðnum.​
  • Ef þú ætlar að greiða inn á lán borgar sig að gera það á gjalddaga lánsins eftir að gjalddaginn hefur verið greiddur, annars byrjar þú á að greiða hluta af greiðslu næsta mánaðar.