Vistvæn mannvirki
Vistvæn mannvirki
Vistvæn mannvirki
Vistvæn mannvirki
Umhverfisvottanir
Umhverfisvottanir
Á Íslandi er einkum stuðst við tvö vistvottunarkerfi fyrir byggingar og svæði, það er Svaninn og BREEAM.
Í skýrslu Grænnar byggðar, Umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi, er fjallað nánar um helstu kröfur Svansins og BREEAM auk þess sem þær eru metnar út frá íslenskum aðstæðum
Svanurinn
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna en sótt er um vottunina á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Svanurinn hefur vottað byggingar á Norðurlöndunum síðan 2009 en Visthúsið í Urriðaholti (visthus.is) er fyrsta íslenska íbúðahúsið til að hljóta slíka vottun. Fyrsta Svansvottaða fjölbýlishúsið er hin svokallaða IKEA blokk (smaibudir.is) sem staðsett er í sama hverfi.
Einnig má geta þess að í september 2020 fengu Reitir fasteignafélag fyrstu Svansvottunina fyrir endurbætur húsnæðis á Norðurlöndunum og var það vegna endurnýjunar á húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut. Þá má ekki gleyma að nefna að í september 2019 undirrituðu Sigtún þróunarfélag og Umhverfisstofnun samning um Svansvottun á byggingum í nýjum miðbæjarkjarna á Selfossi. Er það fyrsta samkomulag hérlendis um Svansvottun á þyrpinguhúsa. Að lokum er vert að líta til framkvæmda Kópavogsbæjar vegna nýrrar byggingar fyrir Kársnesskóla, en ef fram heldur sem horfir þá verður hann fyrsti skólinn á landinu til að hljóta Svansvottun.
BREEAM
BREEAM er fyrsta vistvottunarkerfið sem er ætlað sérstaklega fyrir nýbyggingar. Kerfið er alþjóðlegt en var stofnað í Bretlandi árið 1990. Meðal þeirra sem stuðst hafa við kerfið er Framkvæmdasýsla ríkisins, sem fer með stjórn ákveðins hluta verklegra framkvæmda af hálfu ríkisins. Þannig hafa alls tólf byggingar á vegum stofnunarinnar ýmist verið BREEAM vottaðar eða eru í slíku ferli. Þeirra á meðal eru til dæmis fangelsið á Hólmsheiði, sjúkrahótelið við Hringbraut, Veröld - hús Vigdísar og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ. Samkvæmt upplýsingum fráFramkvæmdasýslu ríkisins er miðað við að allar opinberar nýbyggingarframkvæmdir sem kosta meira en 500 milljónir króna verði BREEAM vottaðar (ofanflóðaverkefni eru ekki talin með þar). Þá er leitast við að setja sérstök umhverfisviðmið fyrir þau verkefni sem ekki fá fulla vottun.
Reykjavíkurborg er annað dæmi um aðila sem hefur notast við BREEAM, en vottunin hefur verið fengin í tengslum við nokkrar framkvæmdir á vegum borgarinnar, eins og viðbyggingu Sundhallarinnar í Reykjavík, auk þess sem Dalskóli er í vottunarferli.
BREEAM er þó ekki eingöngu notað fyrir nýbyggingar, heldur einnig við endurgerð bygginga, byggingar í notkun (BREEAMinuse) og skipulag svæða (BREEAMcommunities). Þannig var Reginn fasteignafélag fyrsti íslenski aðilinn til að klára BREEAMinUse fyrir byggingar í rekstri, en Smáralindin hlaut slíka vottun í janúar 2020. Hvað BREEAMCommunitiesvarðar þá er Urriðaholt í Garðabæ fyrsta hverfið hér á landi sem byggist á skipulagi sem hlotið hefur slíka vottun. Þá er unnið að því að skipulag nýs atvinnukjarna í landi Blikastaða fái samskonar vottun, en Reitir fasteignafélag og Mosfellsbær vinna að undirbúningi þess verkefnis þegar þetta er skrifað.
Í skýrslu Grænni byggðar, Umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi, er fjallað nánar um helstu kröfur Svansins og BREEAM auk þess sem þær eru metnar út frá íslenskum aðstæðum.