Vistvæn mannvirki
Vistvæn mannvirki
Vistvæn mannvirki
Vistvæn mannvirki
Hvernig get ég byggt vistvænt?
Hvernig get ég byggt vistvænt?
Það geta allir farið í vistvænar endurbætur og nýframkvæmdir.
Ávinningurinn felst ekki bara í umhverfisvænni áhrifum – heldur líka í þyngri buddu!
- Velta vel fyrir sér hvort virkilega sé nauðsynlegt að fara í framkvæmdirnar; umhverfisvænasta byggingin er sú sem ekki er reist!
- Byggja minni einingar.
- Nota byggingarefni sem þegar er til heima / hjá fyrirtækinu / hjá stofnuninni.
- Kaupa rétt magn af byggingarefni.
- Kaupa umhverfisvottaða málningu, parket, teppi, flísar, pallaefni, timbur og fleiri byggingarvörur (t.d. Svansvottað eða með Evrópublóminu).
- Kaupa byggingarefni úr endurunni efni.
- Kaupa notað byggingarefni, til dæmis á Efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða eða á Facebook síðunni „Byggingarefni til sölu/óskast“.
- Í stað þess að kaupa ný tól og tæki er hægt að:
- Leigja þau hjá áhaldaleigum stærstu byggingarvöruverslananna og/eða Munasafni RVK Tool Library.
- Fá þau lánuð hjá nágrannanum, vinum eða fjölskyldu.
- Kaupa þau notuð til dæmis á sölusíðum samfélagsmiðla
- Ef kaupa þarf ný tól og tæki, þá fjárfesta með nágrannanum, vinum eða fjölskyldu. Til dæmis eru sláttuvélar gjarnan í sameiginlegri eigu nágranna.
- Flokka vel allan byggingarúrgang á byggingarstað (pappír, bylgjupappír, plast, timbur, málmur, gler, spilliefni og svo framvegis) og skila til næstu móttökustöðvar.
- Selja eða gefa afgangsbyggingarefni.
- Sjá til þess að koma spilliefnum til förgunar á móttökustöðvum.
- Gæta þess að halda byggingu vel við, til að tryggja lengri líftíma hennar.
- Gera við, í stað þess að kaupa nýtt.