Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar

Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar

Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar

Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar

Eft­ir­fylgni að­gerða

Eft­ir­fylgni að­gerða

Verkefnastjórn, HMS og fulltrúar ýmissa hagaðila vinna að framkvæmd aðgerðanna í vegvísinum allt til ársloka 2025. Upplýsingar um það sem helst ber á góma við þá framvindu eru birtar hér.

Styrk­fé Asks nærri tvö­fald­að við fjórðu út­hlut­un

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður var stofnaður til að efla stoðir byggingariðnaðarins í samstarfi við háskólasamfélag og atvinnulíf. Á hverju hausti frá árinu 2021 hefur verið auglýst eftir styrkumsóknum í sjóðinn. Fyrstu þrjú árin hafa um 100 milljónir verið til úthlutunar í hvert sinn en í fjórðu úthlutun eru alls185 milljónir króna til úthlutunar, sem er hátt í tvöföldun frá fyrri styrkárum. Með þessu eflist Askur umtalsvert, sem er í samræmi við aðgerð 1.3. í Vegvísi um mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar. 

Hér má nálgast nánari umfjöllun um Ask og úthlutun ársins 2024.

Sautján að­il­ar koma að til­lögu um upp­bygg­ingu inn­viða fyr­ir mann­virkja­rann­sókn­ir í nýj­an inn­viða­veg­vísi.

Fimmtudaginn 12. september 2024 var send inn tillaga að „Uppbyggingu innviða fyrir mannvirkjarannsóknir“ í nýjan vegvísi um rannsóknarinnviði 2025, sbr. umfjöllun Rannís hér.

HMS var í forsvari tillögunnar en alls komu 17 samstarfsaðilar að henni: Tæknisetur, HR, HÍ, LHÍ, Cowi, Efla, BM Vallá, Steypustöðin, Malbikunarstöðin Höfði, Colas, Verkfræðingafélag Íslands, Arkitektafélag Íslands, Steinsteypufélag Íslands, Samtök iðnaðarins, Grænni byggð, Vegagerðin og HMS.

Markmiðið með að senda inn þessa tillögu á innviðavegvísinn er einkum að koma innviðauppbyggingu mannvirkjarannsóknir í forgang hjá Innviðasjóði. Ef tillagan kemst á vegvísinn, þá hafa umsóknir um styrki fyrir innviðauppbyggingu í mannvirkjarannsóknum forgang, ásamt öðrum verkefnum sem eru valin á vegvísinn.

Aðgerðirnar í  Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar er ákveðinn grunnur að tillögunni; einkum hvað varðar skilgreininguna á rannsóknastefnu í mannvirkjagerð (aðgerð 1.1.a) og greiningu á núverandi rannsóknabúnaði í landinu (aðgerð 1.2). Það má leiða líkum að því að styrkumsóknir um innviðauppbyggingu sem byggja á grunni þeirra greininga, verði fyrir vikið sterkari.

Alls bárust 26 tillögur að verkefnum á vegvísi um rannsóknarinnviði en hlekki á þær allar má nálgast hér.  

Nán­ar um Vís­inda­ráð mann­virkja­gerð­ar

Í samræmi við aðgerð 1.1.a. vegvísisins var myndað vísindaráð mannvirkjagerðar sem hefur það hlutverk að greina rannsóknaþörf​ og móta rannsóknastefnu í mannvirkjagerð. Vísindaráðið fundaði fyrst í apríl 2024 en miðað er við að rannsóknastefna liggi fyrir í lok árs 2024.

Hugmyndin við myndun ráðsins var að búa til skilvirkt og öflugt teymi fulltrúa sem meðal annars:

  • Hafa mikla þekkingu og fjölbreyttan bakgrunn í mannvirkjagerð​.
  • Hafa góða tengingu við háskóla og atvinnulíf​.
  • Eru víðsýnir og sjá stóru myndina​.
  • Hafa afbragðs samskiptahæfileika​.

Í vísindaráðinu eru fulltrúar vísindasamfélags, atvinnulífs og stjórnvalda:

Fulltrúar vísindasamfélags

  • Ólafur Sveinn Haraldsson, PhD - Byggingarverkfræðingur - Háskóli Íslands
  • Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir - Líffræðingur - F.h. Betri byggingar
  • Próf. Ólafur Wallevik, PhD - Háskólinn í Reykjavík
  • Anna María Bogadóttir - Arkitekt - Listaháskóli Íslands

Fullltrúar atvinnulífs

  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir, PhD - Byggingarverkfræðingur - Hornsteinn
  • Ásta Logadóttir, PhD - Verkfræðingur - F.h. FRV og VFÍ
  • Halldór Eiríksson - Arkitekt - F.h. Samark og AÍ
  • Kristín Þrastardóttir - Umhverfisverkfræðingur, gæðastjóri - Eykt

Fulltrúar stjórnvalda

  • Ævar Harðarson, PhD - Arkitekt - Reykjavíkurborg
  • Gústaf A. Hermannsson - Byggingareðlisfræðingur - HMS
  • Þórunn Sigurðardóttir - Byggingarverkfræðingur - HMS

Verk­efna­stjórn veg­vís­is­ins kom form­lega sam­an í fyrsta sinn apr­íl 2024

Verkefnastjórn vegvísisins fundaði í fyrsta sinn þann 23. apríl 2024 en miðað er við að hún hittist á eins til tveggja mánaða fresti.

Í verkefnastjórninni sitja:

  • Hildur Dungal, fulltrúi innviðaráðuneytisins.
  • Jóhanna Klara Stefánsdóttir, fulltrúi Samtaka iðnaðarins.
  • Kristrún Heiða Hauksdóttir , fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
  • Sigríður Valgeirsdóttir, fulltrúi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.
  • Þórunn Sigurðardóttir, fulltrúi HMS.

Hlutverk verkefnastjórnar er meðal annars að:

  • Fylgjast með framgangi aðgerðanna hverju sinni.
  • Stuðla að árangursríkri innleiðingu aðgerðanna í framhaldinu.
  • Víkja hindrunum úr vegi eftir því sem við á.
  • Bera ábyrgð á framkvæmd tiltekinna aðgerða.
  • Tryggja tengsl við aðrar stefnur stjórnvalda.

Vís­inda­ráð kom sam­an í fyrsta sinn í apr­íl 2024

Vísindaráð mannvirkjagerðar kom saman í fyrsta sinn þann 22. apríl 2024 en það var myndað á grunni aðgerðar 1.1.a. í Vegvísi að mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar.

Með aðstoð starfs- og rýnihópa um sértæka málaflokka mun vísindaráðið greina rannsóknaþörf á sviðum mannvirkja- og húsnæðismála með hliðsjón af húsnæðisstefnu, landsskipulagsstefnu og loftslagsmarkmiðum Íslands. Sjá nánar: Vísindaráð markar rannsóknarstefnu í húsnæðis- og mannvirkjamálum | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (hms.is)

Út­gáfu­hóf Veg­vís­is að mót­un rann­sóknaum­hverf­is mann­virkja­gerð­ar í mars 2024

HMS efndi til hófs í tilefni af útgáfu á Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar þann 12. mars 2024. Á fundinum kynntu sérfræðingar HMS Vegvísinn, en einnig komu fram Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Sunna Ólafsdóttir Wallevik stofnandi og framkvæmdastjóri Gerosion. 

Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Út­hlut­un úr Aski 2023

Í febrúar 2024 var úthlutað úr Aski-mannvirkjarannsóknarsjóði í þriðja sinn fengu 34 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefni styrki samtals að fjárhæð 101,5 milljónir króna úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði. Sjá nánar: Yfir 100 milljónum króna úthlutað úr Aski til nýsköpunar og mannvirkjarannsókna | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (hms.is)