Heimahleðsla rafbíla
Heimahleðsla rafbíla
Heimahleðsla rafbíla
Heimahleðsla rafbíla
Um löggilta rafverktaka
Um löggilta rafverktaka
Nánar um rafbíla og löggilta rafverktaka á vef HMS
Skv. lögum skal öll vinna við raflagnir, hvort sem um er að ræða nýtt eða eldra húsnæði, unnin af rafverktaka sem hefur til þess löggildingu HMS, B-löggildingu, þetta á að sjálfsögðu einnig við um uppsetningu á hleðslulausnum fyrir rafbíla. Rafbíll í hleðslu tekur mikinn straum sem af getur stafað hætta sé ekki rétt að málum staðið, það er því afar mikilvægt að vel sé staðið að öllum breytingum og viðbótum sem kann að þurfa að gera á raflögnum þar sem hleðsla rafbíla fer fram, þ.a. rafmagsöryggi sé tryggt. Löggiltir rafverktakar framkvæma skoðun á eigin verkum í samræmi við skilgreindar skoðunarreglur og að þeim loknum senda þeir lokatilkynningu til HMS þar sem m.a. kemur fram að viðkomandi verk hafi verið unnið í samræmi við reglur á rafmagnsöryggissviði.
Listi yfir löggilta rafverktaka má nálgast á vef HMS
Á vef Samtaka rafverktaka, SART, má nálgast lista yfir löggilta rafverktaka sem eru í þeim samtökum og einnig sía fyrir þeim sem gefa sig út fyrir að setja upp hleðslulausnir fyrir rafbíla, sjá nánar á vef SART.