Heimahleðsla rafbíla
Heimahleðsla rafbíla
Heimahleðsla rafbíla
Heimahleðsla rafbíla
Hleðsla í nýbyggingum
Hleðsla í nýbyggingum
Gerðar eru lágmarkskröfur í byggingarreglugerð varðandi hleðslu rafbíla í nýbyggingum og við endurbyggingu. Kröfurnar eru mismunandi fyrir íbúðarhús annars vegar og byggingar til annarra nota hins vegar.
Öll hönnunargögn eiga að liggja fyrir þegar sótt er um byggingarleyfi, þ.m.t. gögn er snúa að hleðslu rafbíla.
Gögn sem snúa að hleðslu rafbíla þarf að skila inn til byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags:
- Aðaluppdrættir: Staðsetning hleðslustæða í bílgeymslum, bílskúrum og á lóð, í samræmi við lágmarkskröfur um fjölda stæða og fyrirkomulag.
- Raflagnauppdrættir: Nánara fyrirkomulag hleðslu, stærð heimtaugar, stærð og fyrirkomulag rafmagnstöflu, lagnaleiðir, staðsetning og fyrirkomulag tengibúnaðar við bílastæði.
- Lóðauppdrættir (landslagshönnun): Fyrirkomulag hleðslubúnaðar við bílastæði.
Aðgengi hreyfihamlaðra að stæðum til hleðslu rafbíla
Í byggingarreglugerð er gerð sú krafa að aðgengi að hleðslustöðvum fyrir rafbíla við bílastæði hreyfihamlaðra sé gott og hindrunarlaust.
Í reglugerðinni er einnig sú krafa, varðandi byggingar til annarra nota en íbúðar, að við öll stæði fyrir hreyfihamlaða sé tengibúnaður til hleðslu rafbíla.
Íbúðarhúsnæði
Frá árinu 2018 hefur byggingarreglugerð kveðið á um að í nýbyggingum íbúðarhúsa og við endurbyggingu þeirra skuli gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði.
Kröfurnar gilda fyrir allar nýbyggingar íbúðarhúsnæðis sem samþykktar hafa verið af byggingarnefnd viðkomandi sveitarfélags frá þeim tíma. Athuga ber að kröfurnar gilda jafnvel þó láðst hafi að geta þeirra á uppdráttum.
Kröfurnar gilda einnig fyrir endurbyggingu íbúðarhúsnæðis. Til að þær eigi við í slíkum tilfellum þarf að vera um nokkra endurbyggingu að ræða, s.s. breytingar er varða bílastæði og fyrirkomulag þeirra, eða breytingar á notkun bygginga (t.d. breyting úr atvinnuhúnæði í íbúðir).
Kröfurnar gilda fyrir öll bílastæði, hvort sem þau eru utandyra eða í bílgeymslu eða bílskúr.
Byggingar til annarra nota en íbúðar
Frá árinu 2018 hefur byggingarreglugerð, varðandi byggingar til annarra nota en íbúðar, kveðið á um lágmarksfjölda bílastæða þar sem hleðsla rafbíla er möguleg.
Heildarfjöldi stæða við byggingu | Lágmarksfjöldi stæða þar sem hleðsla rafbíla er möguleg |
---|---|
1-5 | 1 |
6-10 | 2 |
11-15 | 3 |
16-20 | 4 |
Síðan skal bæta við að lágmarki einu stæði þar sem tengibúnaður vegna hleðslu rafbíla er til staðar fyrir hver 5 stæði. Að auki skal tengibúnaður vegna hleðslu rafbíla vera til staðar við öll bílastæði fyrir hreyfihamlaða.
Tillaga að frágangi í nýbyggingum
Hér má skoða dæmi um hvernig standa mætti að frágangi í nýbyggingum
Tillaga að frágangi í nýbyggingum
Hér má skoða dæmi um hvernig standa mætti að frágangi í nýbyggingum