Heimahleðsla rafbíla
Heimahleðsla rafbíla
Heimahleðsla rafbíla
Heimahleðsla rafbíla
Fyrirkomulag við bílastæði
Fyrirkomulag við bílastæði
Við hönnun er mikilvægt er að sjá fyrir allar lagnaleiðir og hvernig best sé að koma búnaði fyrir.
Hleðslustöð þarf a festa á fullnægjandi hátt, t.d. á vegg eða á staur sem festur er í gólf/jörð eða loft (t.d. í bílgeymslu).
Hönnuðir raflagna þurfa að gera grein fyrir fyrirkomulagi búnaðar, sérstaklega vegna bílastæða sem ekki eru staðsett við vegg. Í slíkum tilfellum þarf að huga sérstaklega að lagnaleiðum að hleðslustöð.
Heppilegt getur verið að hafa hleðslustöðvar milli bílastæða, þannig er hægt að samnýta lagnaleiðir, auk þess sem árekstrarhætta minnkar.
Ef um er að ræða bílastæði hreyfihamlaðra skal sérstaklega huga að hæð hleðslustöðvar og aðgengi.
Rafbílar mismunandi framleiðenda eru með hleðslutengi á mismunandi stöðum, sumir aftast á bílnum og aðrir fremst, því ætii ekki að staðsetja hleðslustöð þar sem örðugt er að bakka að henni.
Pláss þarf að vera fyrir árekstrarvarnir og annan búnað, eins og þörf er talin á.