Heimahleðsla rafbíla

Heimahleðsla rafbíla

Heimahleðsla rafbíla

Heimahleðsla rafbíla

Afl­þörf bygg­inga

Afl­þörf bygg­inga

Meðalakstur er um 35-50 km á dag og orkunotkun rafbíla er að meðaltali 20kWh á hverja 100km, háð ýmsum atriðum, s.s. stærð þeirra og þyngd. Orkunotkun rafbíls m.v. meðalakstur ætti því að vera 7-10kWh á dag en við verstu aðstæður, s.s. í kulda og slæmri færð, mætti jafnvel reikna með allt að 17kWh orkunotkun m.v. meðalakstur.
Þegar um fleiri en einn rafbíl er að ræða þarf að taka tillit til hversu margir eru hlaðnir í einu og á hvaða tíma sólarhringsins. Við hönnun og uppsetningu hleðslulausna ætti að gera ráð fyrir að auðvelt sé að auka við hleðslugetuna síðar þegar aflþörf eykst.
Álagsstýring er lykilatriði til stýringar á hleðslu rafbíla í fjölbýlishúsum, það getur einnig átt við um atvinnuhúsnæði.

Taka þarf tillit til fyrirsjáanlegrar fjölgunar rafbíla í framtíðinni og huga að því hvernig nýir rafbílaeigendur tengist því kerfi sem sett er upp til hleðslu rafbíla í viðkomandi byggingu.
Misjafnt getur verið hve mikinn straum og þar með hversu mikið afl rafmagnsinntak (heimtaug) bygginga ræður við að flytja. Aðalvar í rafmagnstöflu (aðaltöflu) segir til um stærð heimtaugar í A (Amper, straumur). Þriggja fasa rafmagnsinntak og raflagnir geta flutt verulega meira afl en einfasa, m.v. sama straum, og því getur það verið kostur að breyta úr einfasa í þriggja fasa rafmagn þar sem þörf er á auknu afli.