Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Tíu ráð um raf­magn­ið

  1. Sýnið varúð við eldamennsku og munið að slökkva á eldavélinni strax eftir notkun.
  2. Takið raftæki úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun.
  3. Látið skipta strax um skemmdan rafbúnað.
  4. Hlaðið raftæki á óbrennanlegu undirlagi og ekki þegar allir eru sofandi eða fjarverandi.
  5. Fargið gömlum rafbúnaði sem farinn er að láta á sjá.
  6. Reynið ekki að gera það sem aðeins fagmenn ættu að gera.
  7. Prófið bilunarstraumsrofann (lekastraumsrofann) nokkrum sinnum á ári með því að þrýsta á prófhnappinn.
  8. Farið varlega í notkun fjöltengja.
  9. Varist að staðsetja ljós eða annan rafbúnað sem hitnar of nálægt brennanlegu efni.
  10. Gefið gaum að merkingum raftækja og notið eins og til er ætlast.

Þú berð ábyrgð á ástandi þess raf­bún­að­ar sem er á þínu heim­ili.

Ef þú hef­ur minnsta grun um að eitt­hvað sé at­huga­vert skaltu leita hjálp­ar hjá lög­gilt­um raf­verk­taka.