Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Viss­ir þú að...?

Eldavélin er algengasta ástæða bruna vegna heimilistækja.
Sjöundi hver heimilisbruni verður vegna eldavéla.

Eldavélabrunar eru óþarfir.
Þeir verða oftast vegna gleymsku eða aðgæsluleysis.

Þú tryggir þig með því að:

  • Fara aldrei frá heitri hellu – eldavélabrunar verða oftast vegna potts sem gleymist.
  • Halda hreinu – feiti sem ekki er þrifin af eldavél eða viftu getur valdið eldsvoða.
  • Sýna varúð við djúpsteikingu – olía brennur ef hún ofhitnar. Hafðu mátulega mikið í pottinum.

Ef olían byrjar að rjúka er hún of heit, taktu þá pottinn strax af hellunni.

  • Muna að eldhúsið er ekki leikvöllur – börn kveikja á eldavélum.
  • Reyna aðeins að slökkva viðráðanlegan eld – notaðu eldvarnarteppi og alls ekki vatn.

Snertu ekki pottinn, hann brennir.

  • Hafa reykskynjara með rafhlöðum í lagi – það getur bjargað lífi.
  • Bregðast rétt við, ef eldur logar – lokaðu hurðum, forðaðu þér og hringdu í 112.

Láttu þetta ekki henda þig ...

... ég var að steikja kjöt á pönnunni og ætlaði að lækka strauminn og láta malla. Síminn hringdi. Mamma vildi fara með strákana í Húsdýragarðinn og svo þurfti hún að tala um Betu frænku. Allt í einu fann ég mikla reykjarlykt og áttaði mig þá fyrst á að ég hafði gleymt að lækka hitann ...

Eldavélabrunar

Fræðslubæklingur

Eldavélabrunar

Fræðslubæklingur