Algild hönnun og aðgengi

Algild hönnun og aðgengi

Algild hönnun og aðgengi

Algild hönnun og aðgengi

Sam­starf

Sam­starf

Hér má nálgast upplýsingar um samstarf og samstarfsaðila HMS í málefnum fatlaðs fólks með tilliti til algildrar hönnunar í mannvirkjum og umhverfi þeirra.

Samstarf um upplýsingagjöf um algilda hönnun

Þann 5. maí 2022 var undirrituð samstarfsyfirlýsing Öryrkjabandalags Íslands (nú ÖBÍ réttindasamtök) (ÖBÍ), Arkitektafélags Íslands (AÍ), Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), Félags húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI), Byggingafræðingafélags Íslands (BFÍ) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um bætta upplýsingagjöf í aðgengismálum fyrir hönnuði í mannvirkjagerð.

Með samstarfi þessu er opnað á nauðsynlegt samtal með því markmiði að allir geta notið hins manngerða umhverfis. Þannig er stuðlað að meira jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra í hinu daglega lífi.

Málstofur 

Málstofurnar eru liður í samstarfi um upplýsingagjöf um algilda hönnun. Á bak við málstofurnar standa ÖBÍ réttindasamtök (ÖBÍ), Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), Félag húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI), Byggingafræðingafélag Íslands (BFÍ) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). 

  • Málstofa, 18. nóvember 2022: Aðgengismál á baðstöðum -Upptaka frá málstofu um aðgengismál á baðstöðum 
  • Málstofa, 7. desember 2022 - Upptaka kemur eftir fundinn 
  • Málstofa, 25. janúar 2023 - Upptaka kemur eftir fundinn 

Gott aðgengi í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa hefur sett af stað fræðslu-og hvatningarverkefni í samvinnu við HMS, Sjálfsbjörgu og ÖBÍ réttindasamtök undir nafninu Gott aðgengi.  Með verkefninu vilja samstarfsaðilar bregðast við því sem lengi hefur verið kallað eftir, en það er að bæta aðgengi fyrir fatlaða í ferðaþjónustu.

Tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila 

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) búa um 15% jarðarbúa (1 milljarður manna) við einhvers konar fötlun. Aðgengi fyrir alla að aðstöðu og þjónustu í ferðaþjónustu er mannréttindamál og ætti að vera hluti af ábyrgri og sjálfbærri starfsemi fyrirtækja.  En gott aðgengi er ekki bara mannréttindi. Það er einnig viðskiptatækifæri fyrir áfangastaði og fyrirtæki að geta tekið vel á móti öllum gestum, hvort sem þeir eru fatlaðir, hreyfihamlaðir, aldraðir eða með aðrar sérstakar þarfir.   

Samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum á að gæta þess sérstaklega að aðgangur fatlaðs fólks að manngerðu umhverfi sé til jafns við aðra. Gott aðgengi fyrir fólk með fötlun leiðir af sér betra aðgengi fyrir alla. 

Milljónir manna um víða veröld hafa áhuga á því að ferðast, hafa bæði tíma og fjármuni til að gera það en halda sig heima vegna þess að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða er víða ábótavant. 

Myndbönd og fræðsluefni 

Aðgengisfulltrúar sveitarfélaga

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ýttu 14. maí 2021 úr vör stórátaki um úrbætur í aðgengismálum fyrir fatlað fólk í samvinnu við ÖBÍ réttindasamtök og sveitarfélög um land allt. 

Hér má sjá frétt frá Stjórnarráði Íslands. 

Aðkoma HMS felst í að halda námskeið um úttektir á aðgengi fyrir aðgengisfulltrúa sveitarfélaganna í samstarfi við Sjálfsbjörg lsh. og ÖBÍ réttindasamtök.

Hafa samband við aðgengisfulltrúa