Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Hleðslu­tími

Hleðslu­tími

Hleðslutími fer eftir hleðslugetu bílsins annars vegar og hleðslugetu tengipunktar (hleðslustöðvar) hins vegar, hvort sem er meira takmarkandi.

Við kaup á raf- eða tengiltvinnbíl er rétt að kanna hleðslugetu bílsins við venjulega hleðslu og við hraðhleðslu. Hleðsluþörf rafbíla fer eftir mörgum þáttum, sem lúta að notkun og óskum notanda, sem og ytri þáttum.

Það eru sex meg­in­þætt­ir sem skipta máli þeg­ar kem­ur að hleðslu­tíma raf­hlaðna

Stærð raf­hlöð­unn­ar 

Því stærri sem rafhlaða ökutækisins er (mælt í kWh), því lengur tekur það að hlaða m.v. sama hlutfall, t.d. úr 20% hleðslu í 80%.

Þörf á hleðslu

Akstur (km) og orkunotkun (kWh) segir til um raunverulega þörf fyrir hleðslu. Ef notkun er lítil þarf að hlaða sjaldnar.

Staðan á hleðslu rafhlöðu: 
Lengri tíma tekur að hlaða síðustu 10% rafhlöðunnar (frá 90-100%), en önnur 10%, t.d. frá 30-40% eða frá 50-60%. Þetta er vegna eiginleika rafhlöðunnar.

Hámarks hleðsluhraði ökutækis: 
Einungis er hægt að hlaða með þeim hámarks hleðsluhraða, sem ökutækið er hannað fyrir. Til dæmis ef hámarksafl sem bíllinn leyfir er 3,7kW verður hleðsluhraðinni ekki meiri með því að nota 11kW hleðslustöð.

Hámarks hleðslugeta tengipunktar (hleðslustöðvar): 
Hleðslutímin er takmarkaður við hámarks hleðsluhraða þeirar hleðslustöðvar sem notuð er. Sem dæmi getur hleðslustöðin verið takmörkuð við 7kW afl þó ökutækið sjálft geti hlaðið með 11kW afli.

Umhverfisþættir: 
Það getur tekið aðeins lengri tíma að hlaða rafhlöðu í kulda. Þetta á sérstaklega við um hraðhleðslu. Hleðslubúnaður bílsins byrjar á að hita rafhlöðuna áður en hleðsla hefst. Orkunotkun bíls við akstur er einnig meiri í kulda og því þarf að hlaða lengur við slíkar aðstæður til að geta keyrt sömu vegalengd og þegar hlýrra er í veðri.

Mynd: Hér er hleðslugeta bifreiðar (7,4kW) takmarkandi fyrir hleðsluhraðann