Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Löggjöf um mælitæki
Löggjöf um mælitæki
Mælitæki eru notuð í ýmsum mælingaverkefnum. Mælitækið eru notuð til að tryggja almannaheill, lýðheilsu, öryggi og reglu, umhverfis- og neytendavernd, skatt- og gjaldheimtu, greiðslu fyrir vörur eða þjónustu sem og góða viðskiptahætti. Hafa því mælitæki bein eða óbein áhrif á daglegt líf á marga vegu. Nauðsynlegt er því í mörgum tilvikum að nota mælitæki sem lúta lögbundnu eftirliti.
Lögbundið eftirlit á þó ekki að hafa í för með sér hindranir við frjálst flæði mælitækja á EES-markaðnum og tryggja verður samkeppni, framþróun, nýjungar og valfrelsi rekstaraðila til að velja mælitæki sem fullnægja grunnkröfum um öryggi og rekjanleika mælinga sem falla undir lögbundið eftirlit. Í tilskipun 2014/32/ESB sem innleidd er á Íslandi með reglugerð nr. 876/2016 eru settar samhæfðar reglur um kröfur sem mælitæki þurfa að uppfylla til að geta verið lögleg á markað.
Í viðauka III.-XII. tilskipunarinnar eru ákvæði um mælitæki sem falla undir reglurnar:
III. Viðauki – Vatnsmælar (MI-001)
IV. Viðauki – Gasmælar og búnaður til að umreikna rúmmál (M1-002)
V. Viðauki – Raforkumælar MI -003)
VI. Viðauki – Varmaorkumælar (MI-004)
VII. Viðauki – Mælikerfi fyrir samfellda og sívirka mælingu á magni vökva annars en vatns
VIII. Viðauki – Sjálfvirkar vogir (MI-006)
IX. Viðauki – Gjaldmælar leigubifreiða (MI-007)
X. Viðauki – Mæliáhöld (MI-008)- Lengd og rúmtaksmál
XI. Viðauki – Víddamælitæki (MI-009) Lengdar, - flatarmáls, - og margvíddamælitæki