Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Forpakkningar
Forpakkningar
Allir þurfa að geta treyst því að fyrirfram pakkaðar vörur standist þá vigt eða mál sem upp er gefið á umbúðum. Reglur um vigtun og pökkun neytendavara eru því mikilvægar fyrir traust og réttlæti í viðskiptum og slíkum reglum þarf eðlilega að fylgja eftir með eftirliti.
Eftirlit með forpakkningum
Um mælingar í viðskiptum gilda ákvæði laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn auk ákvæða í lögum nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og reglum settum með stoð í framangreindum lögum.
Þyngd eða rúmmál magns í forpakkningu, sem nefnt er „raunverulegt innihald“ skal mælt á ábyrgð pökkunaraðila eða innflytjanda. Mæling eða prófun skal gerð með löggiltu mælitæki sem hentar til þeirra aðgerða sem með þarf. Tilgangurinn með löggildingu er að vernda neytendur og skapa traust í viðskiptum.
ESB hefur sett tilskipun um forpakkningar og sé aðferðafræði hennar fylgt, má merkja umbúðir með litlu „e“ t.d. 1000 ml. e. Þessar reglur eru innleiddar á Íslandi í reglugerð nr. 437/2009, um e-merktar forpakkningar.
Kjósi pökkunaraðili að notfæra sér þessar aðferðir getur hann fengið viðurkenningu HMS á kerfi framleiðanda sjá nánar hér.
Nánari upplýsingar um e-merkingar á vörum veita starfsmenn Mælifræðisviðs.