2. júní 2023
12. maí 2023
Eru gluggarnir nothæfir?
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Ólíkt mörgum öðrum vörum þá er CE-merking ekki nægileg ein og sér til að tryggja nothæfi glugga. Til að gluggar standist íslenskar kröfur þurfa þeir að vera CE-merktir og þeim fylgja yfirlýsing um nothæfi (e. Declaration of Performance eða DoP) þar sem eiginleikar gluggans koma fram. Í yfirlýsingunni þarf að koma fram að gluggarnir hafi verið prófaðir fyrir slagregnsþéttleika og að álagsþol gegn vindálagi sé í samræmi við kröfur reglugerðar. Framleiðandi CE-merktrar byggingarvöru útbýr yfirlýsingu um nothæfi en söluaðilar þurfa að afhenda kaupendum slíkar yfirlýsingar.
Loks er mikilvægt að CE-merking gluggans sé aðgengileg á glugganum, t.a.m. á karmi við opnanlegt fag, og að á merkingunni komi fram tilvísunarnúmer yfirlýsingarskjals. Þannig er ávallt hægt að rekja eiginleika gluggans til viðeigandi skjals.
Athugið að CE-merktur gluggi getur verið með eiginleika sem ekki standast íslenskt veðurfar. Það er því ekki nóg að glugginn sé CE-merktur - yfirlýsing um nothæfi segir til um nothæfi gluggans.
Í meðfylgjandi hlekk eru frekari upplýsingar um merkingar glugga.
Leiðbeiningar um merkingar glugga
Leiðbeiningar um merkingar glugga
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS