19. júlí 2024

Leigusalar sóttu um stofnframlög fyrir 85 íbúðir í annarri úthlutun ársins

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • HMS bárust umsóknir um stofnframlög til uppbyggingar 85 íbúða í annarri úthlutun ársins
  • Heildarfjárfesting verkefnanna er um 3,2 milljarðar og er umsótt fjárhæð vegna stofnframlaga um 855 milljónir króna frá ríkinu og 382 milljónir króna frá sveitarfélögum
  • Íbúðirnar eru staðsettar í öllum landshlutum, að undanskildu höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum

HMS hefur nú lokað fyrir umsóknir fyrir aðra úthlutun ársins á stofnframlögum. Alls bárust stofnuninni umsóknir til byggingar eða kaupa á samtals 85 íbúðum og nam umsótt fjárhæð stofnframlaga ríkisins vegna þeirra rúmlega 855 milljónum króna.

Fjölda íbúða og fjárhæð stofnframlaga ríkisins að þessu sinni má sjá í töflunni hér að neðan.

Skipt­ing íbúða sem sótt hafa um stofn­fram­lög

LandshlutiFjöldi íbúðaSamtals stofnframlög ríkisins
Austurland10138.629.339 kr.
Norðurland eystra34328.087.573 kr
Norðurland vestra8107.159.673 kr.
Suðurland130.062.800 kr.
Vestfirðir20128.892.400 kr
Vesturland12122.507.396 kr.
Samtals85855.339.181 kr

Umsóknirnar voru alls til uppbyggingar á 65 nýjum íbúðum og kaupa á 20 eldri íbúðum. Flestar íbúðirnar eru staðsettar á Norðurlandi eystra, en þar hefur Bjarg íbúðafélag sótt um stofnframlög til uppbyggingar 32 nýrra íbúða fyrir tekju- og eignalága.

Hvað eru stofn­fram­lög?

Ríki og sveitarfélög veita stofnframlög til samfélagssinnaðra leigusala til að byggja eða kaupa almennar leiguíbúðir fyrir tekju- og eignaminni heimili um allt land. Stofnframlögin eru stuðningur í formi eigin fjár, en markmið þeirra er að fjölga hagkvæmum leiguíbúðum með viðráðanlegan húsnæðiskostnað og bæta þannig húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni heimila.

Með uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða stefnir ríkið á að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda og að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna, líkt og kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir.

Stofn­fram­lög hafa ver­ið veitt til upp­bygg­ing­ar á rúm­lega 3.700 íbúð­um

Frá gildistöku laga um almennar íbúðir árið 2016 hafa stjórnvöld úthlutað stofnframlögum upp á rúmlega 44 milljarða til uppbyggingar á 3.731 leiguíbúð víðsvegar um landið. Heildarfjárfesting í uppbyggingunni nemur um 138 milljörðum króna.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS