26. júlí 2024

HMS opnar nýja vefslóð fyrir gögn og mælaborð

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Ný vefslóð fyrir gögn og mælaborð á vegum HMS, www.hms.is/gogn-og-mælaborð, er nú orðin aðgengileg. Þar má finna mánaðarleg gögn úr Leiguskrá og Fasteignaskrá, ásamt vísitölum stofnunarinnar fyrir íbúða- og leiguverð, mælaborðum fyrir húsnæðisáætlanir og íbúðir í byggingu, og tölfræði úr rafmagnsskoðunum.

Leigu­skrá

Hægt er að nálgast upplýsingar um fjölda leigusamninga í Leiguskrá sem tóku gildi og féllu úr gildi eftir mánuðum með því að smella á þennan hlekk. Þar má skoða leigusamninga eftir landshlutum, tegund leigusala, eða hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Til stendur að birta einnig sérstaka leiguverðsjá sem byggir á verðupplýsingum úr Leiguskrá og er hún væntanleg inn á vefinn á næstunni.

Fast­eigna­skrá

Hægt er að nálgast upplýsingar um veltu, kaupsamninga og kaupendur úr Fasteignaskrá með því að smella á þennan hlekk. Þar má finna upplýsingar um fjölda kaupsamninga eftir sveitarfélögum og landshlutum, auk þess sem finna má upplýsingar um fjölda og aldur fyrstu kaupenda sem og annarra kaupenda eftir ársfjórðungum.

Vísi­töl­ur íbúða- og leigu­verðs

Hægt er að nálgast allar vísitölur HMS fyrir íbúða- og leiguverð með því að smella á þennan hlekk. Þar má finna nýjar og gamlar vísitölur stofnunarinnar, ásamt undirvísitölum og sameinuðum vísitölum til að mæla þróun íbúða- og leiguverðs yfir langan tíma.

Mæla­borð hús­næð­is­á­ætl­ana

Hægt er að nálgast mælaborð húsnæðisáætlana með því að smella á þennan hlekk. Þar má finna gögn um áætlaða íbúðaþörf, mannfjöldaþróun og lóðaframboð næstu ára, samkvæmt húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Einnig má þar finna samanburð á fullbúnum íbúðum á árinu og áætlaðri íbúðaþörf ársins.

Íbúð­ir í bygg­ingu

Hægt er að nálgast mælaborð íbúða í byggingu með því að smella á þennan hlekk. Þar má finna upplýsingar um íbúðir í byggingu, byggingaráform og fullbúnar íbúðir, eftir tegund húsnæðis, stærðarflokkun og framvindu.

Töl­fræði úr raf­magns­skoð­un­um

Hægt er að nálgast tölfræði úr úrtaksskoðunum HMS á nýjum verkum hjá löggiltum rafverktökum og skoðunum á neysluveitum í rekstri með því að smella á þennan hlekk. Þar má nálgast upplýsingar um helstu athugasemdir sem komið hafa fram við skoðanirnar eftir árum og alvarleika athugasemdanna.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS