Veg­vís­ir að breyttu bygg­ing­ar­eft­ir­liti

Veg­vís­ir að breyttu bygg­ing­ar­eft­ir­liti

Vegvísir að breyttu byggingareftirliti á Íslandi var gefinn út í maí 2025 í kjölfar undirbúnings, samráðs og þátttöku fjölmargra í starfshópum þar sem meðal annars breytt byggingareftirlit hefur verið til umræðu.

Í vegvísinum er að finna tillögur HMS um breytt byggingareftirlit sem settar eru fram til rýni og áframhaldandi vinnslu í samstarfi við hagaðila. Tillögunum er ætlað er leiða af sér umbætur í starfsumhverfi byggingariðnaðarins þar sem þörf er á skýrara regluverki og skilvirkara eftirliti. Settar eru fram 11 aðgerðir sem miða að því að skýra betur ábyrgð verkeigenda, hönnuða og iðnmeistara ásamt því að lagt er til að koma á fót áhættumiðuðu ytra eftirliti sem verði í höndum óháðra skoðunarstofa. Þá gera tillögurnar ráð fyrir því að byggingargallatrygging gagnvart neytendum verði lögbundin.

Tillögunum er ætlað að varða leiðina að nýju fyrirkomulagi eftirlits og trygginga á byggingamarkaði með það að markmiði að auka gæði mannvirkja, draga úr byggingargöllum, stórauka neytendavernd og stuðla að sterkari framtíðarsýn fyrir mannvirkjagerð á Íslandi.

Vegvísirinn var kynntur á viðburði HMS þann 12. maí 2025. Hægt er að horfa á upptöku frá viðburðinum hér.

Vegvísir að breyttu byggingareftirliti

Samhliða útgáfu vegvísisins skipaði félags- og húsnæðismálaráðherra stýrihóp sem m.a. var falið að vinna áfram með tillögurnar. Stýrihópinn mynda:

  • Hreiðar Ingi Eðvarðsson, formaður, fulltrúi ráðherra,
  • Hildur Dungal, fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytis,
  • Helga María Pálsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga,
  • Hermann Jónasson, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar,
  • Sigurður Hannesson, fulltrúi Samtaka iðnaðarins.

Með hópnum starfar einnig starfsfólk HMS.