Eft­ir­fylgni að­gerða

Eft­ir­fylgni að­gerða

Útgáfa vegvísisins markar upphaf umbótaferlis sem HMS hyggst fylgja eftir á skipulegan hátt. Næstu skref lúta að samráði HMS við stýrihóp ráðherra sem skipaður var 12.05.25 og hagaðila á markið. Til stendur að meta áhrif fyrirhugaðra breytinga á mannvirkjagerð og móta aðgerðaáætlun sem byggir á raunhæfum forsendum.

Mikilvægt er að leggja heildarmat á kostnað og ávinning nýs kerfis. Þar verður horft til beinna útgjalda vegna eftirlits og trygginga en einnig þjóðhagslegs sparnaðar sem hlýst af færri göllum, beinum og afleiddum kostnaði og bættri neytendavernd. Niðurstöður þeirrar greiningar munu nýtast sem grunnur að lagabreytingum og útfærslu á nýju fyrirkomulagi byggingareftirlits.

Áhersla verður á samráð og þátttöku hagaðila. HMS mun áfram mun leiða opna umræðu um það hvernig eftirlit og ábyrgð verði best skipulögð með sérstakri áherslu á hlutverk óháðra skoðunarstofa og útfærslu byggingargallatryggingar. Þannig verður ábyrgðarkeðjan skýr og ábyrgð flutt til þeirra sem í reynd ráða framkvæmdum, þ.e. verkeigenda, hönnuða og iðnmeistara.

Jafnframt verður byggt á reynslu annarra Norðurlanda, einkum Danmerkur, þar sem sambærilegar lausnir hafa þegar verið innleiddar. Með því er ætlunin að forðast algengar byrjunaráskoranir og tryggja að útfærslan henti íslenskum aðstæðum.

Vegvísirinn setur þannig fram ramma utan um verkefnið en framkvæmdin er fram undan þar sem stigin verða skref í átt að skýrara, skilvirkara og neytendavænna kerfi í mannvirkjagerð.

Þá eru breytingarnar sem lagðar eru til í vegvísinum aðeins eitt skref í lengri vegferð við að móta starfsumhverfi íslenskrar mannvirkjagerðar í heild sinni til framtíðar. Vegferðin er hafin í samstarfi við hagaðila og unnið er að fimm aðskildum áherslum sem ætlað er að auka skilvirkni, samræmingu, gæði, sjálfbærni og neytendavernd.

Fimm áherslur starfsumhverfis mannvirkjagerðar til framtíðar

1. Mannvirkjaskrá – umsókn um byggingarleyfi á einum stað

2. Sjálfbærari mannvirkjagerð

3. Bætt rannsóknaumhverfi mannvirkjagerðar

4. Dregið úr reglubyrði

5. Breytt byggingareftirlit